Hvað óttast Jóhanna og Steingrímur

fólkið sem fékk tækifæri lífs síns til að láta verkin tala.  Jóhanna búin að bíða eftir sínum tíma og Steingrímur búinn að vera í stjórnarandstöðu eins lengi og bara eldra fólk man.   Afhverju í ósköpunum svara þau ekki tilllögum Framsóknarflokksins og Tryggva Þórs  málefnalega og hrekja þetta með sannfærandi rökum.  Hvar eru tillögur þeirra, málin sem voru svo brennandi þegar stjórnin var mynduð, að bjarga heimilinum og atvinnulífinu, hafa bara damlað í algerri óvissu og gera enn.  Þessu fólki hlýtur að verað refsað í kosningunum, ég trúi þjóðinni til þess.  Það er þjóðin sem á í hlut.  Það eru kjósendur sem eiga þessi tugþúsund heimili sem nú eru orðin eignalaus og eru að verða vonlaus líka.   

Þessi þjóð þarf fyrst og fremst tvennt núna,   VON og TRAUST.   Forystumenn þessarar minnihlutastjórnar sýna ekki sterk  merki þess að þeir skilji ástandið í landinu.   Ástandið í veröldinni er tilkomið vegna þess að traustið hvarf og endurnýjunin í prófkjörunum undanfarna daga segir okkur að fólkið í landinu vill nýtt fólk sem það getur treyst, vegna þess að traustið var horfið. 

Að hlusta á forystumenn ríkisstjórnarinnar tala niður til fólks með þeim hætti sem þau hafa gert undanfarna daga, segir meira um þau en þá sem þau tala niður til.   Þessi ríkisstjórn er slöpp og ég hef enga trú á því að hún verði endurnýjuð.

  


mbl.is Húsráð Tryggva Þórs þykja vond
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Byltingarforinginn

Svona, svona, það er nú verið að banna nektarstaði! Þá eyðir fólk ekki peningunum sínum þar. Allt fyrir heimilin í landinu!

Byltingarforinginn, 17.3.2009 kl. 22:17

2 Smámynd: Magnús Guðjónsson

Já frábært, ég var alveg búinn að gleyma því. 

Magnús Guðjónsson, 17.3.2009 kl. 22:18

3 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Alveg rétt Magnús með að þjóðin þarf von og traust ekki innantóma frasa. Því miður er of mikið um þá hjá vinstrimönnum. Þú þekkir þó þjóð þína illa ef þú heldur að hún muni refsa þeim sem það eiga skilið í kosningum. Um þessar mundir mælist íhaldið með um 30% í skoðanakönnunum og ekki er mikil endurnýjum á listum.

Stundum held ég að þessari þjóð sé ekki við bjargandi. Því miður.

Kveðja,

Muggi.

Guðmundur St Ragnarsson, 17.3.2009 kl. 22:29

4 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Er til mikils ætlast að þessar tillögur verði skoðaðar í alvöru og lagt á þær óhlutdrægt mat ??  Erum við ekki að tala um heimili, líf og heilsu (andlega og líkamlega) þjóðarinnar ??  Eða skiptir pólitíkin meira máli í þessu tilfelli ??  Ég held að "Raddir fólksins" ætti að láta heyra í sér núna !!!

Bestu kveðjur,

Tómas Ibsen Halldórsson, 17.3.2009 kl. 22:39

5 Smámynd: Magnús Guðjónsson

Það er akkurat málið að við erum að tala um fólk og heimili fólks en ekki einhverjar stærðir í hagkerfinu.  Það er náttúrulega með ólíkindum að það megi ekki bjarga tugþúsundum heimila frá gríðarlegum vandræðum, af því að hugsanlega gætu einhverjir sem ekki þurfa hjálp fengið hana.  Nei nei fórnum þjóðinni bara fyrir einhverja örfáa.  Þetta er náttúrulega bara bilun.....

Magnús Guðjónsson, 17.3.2009 kl. 22:50

6 Smámynd: AtliB

Ef Tryggvi og Framsókn hefðu farið Dale carnegie leiðina í þessu máli og látið núverandi ríkisstjórn eiga hugmyndina af skuldaniðurfellingunni þá væri hún sennilega langt komin í framkvæmd núna. Svona án gríns þó að það hljómi barnalega þá held ég að pólitískur rembingur þeirra sé svo mikill :) "svona miðið við viðtalið við þau í dag þar sem þau hreinlega titruðu úr valdahroka"

Kveðja,
Atli

AtliB, 17.3.2009 kl. 23:52

7 identicon

Mér finnst fínt að Vinstri grænir hafi komist í 80 daga stjórnina, þjóðin er þá búin að sjá að þetta er ekkert nema innantómir frasa hjá þeim en svo gerist ekkert.

það þarf þá ekki að velta því fyrir sér í næstu kosningum hvort að þeir gætu gert eitthvað af viti næstu 4 ár.....

Sigrún Ásta (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 08:34

8 Smámynd: Hrannar Björn Arnarsson

Sælir

Þessar hugmyndir hafa verið skoðaðar niður í kjölin - það er ekki að ástæðulausu að eini hagfræðingurinn sem mælir þeim bót er Tryggvi Þór.

Ef þið hafið lesið Fréttablaðið í dag, sjáið þið vonandi að áætlaður kostnaður við þær eru um 800 milljarðar. Mestur kostnaðurinn færi í að greiða niður skuldir fyrirtækja en um 1/3 færi til að greiða niður skuldir heimila.

Allur kostnaðurinn, 800 milljarðar yrði hinsvegar innheimtur með sköttum almennings - uþb 8-10 milljónir á hverja 4 manna fjölskyldu !

Yrðu þessar gölnu hugmyndir að veruleika, myndu yrðu þær einhver mesta eignatilfærsla frá almenningi til fyrirtækja, sem framkvæmd hefði verið á Íslandi.

Þið hafið vonandi einnig lesið í Fréttablaðinu í dag, áréttingu IMF vegna umræddra tillagna. Þetta eru arfavitlausar og stórhættulegar tillögur og um þær er vart hægt að hafa nægilega sterk orð. Allir sem skoða þær ofaní kjölinn hljóta að komast að þeirri niðurstöðu.

kveðja góð,

Hrannar Björn Arnarsson, 18.3.2009 kl. 10:27

9 Smámynd: Magnús Guðjónsson

Ja hérna hér Hrannar B. Arnarsson,  allt á tæru í forsætisráðuneytinu !  Hafið þið og blaðamenn fréttablaðsins reiknað út hvað það kostar að gera ekki neitt,  hvað kostar gjaldþrot Baugs, skattborgara þessa lands, hvað kostar gjaldþrot Nýsis fasteignafélags skattborgara þessa lands og allra þeirra fyrirtækja sem ramba á barmi gjaldþrots.  Hvað kostar það ríkið að hafa hugsanlega 40 þúsund manns á atvinnuleysisbótum í eitt eða tvö ár.  Hvað kostar það ríkið að leysa til sín 35 þúsund íbúðir með tilheyrandi verðfellingu á íbúðarhúsnæði hafið þið reiknað það.  Hvað kostar það ríkið hugsanlega að sjá á eftir tugþúsundum ungs fólks úr landi af því að það er búið að missa vonina og endanlega allt traust á stjórnvöld (jafnvel Jóhönnu Sigurðardóttur).  Það er alveg ljóst að þessar tillögur er ekki fullkomnar, en þetta eru tillögur og það er meira en hægt er að segja um þessa aumu ríkisstjórn sem situr sem afar fáu virðist koma frá sér..

Með góðri kveðju 

Magnús Guðjónsson, 18.3.2009 kl. 15:31

10 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Mér finnst lítið fara fyrir því í umræðunni hvað aðgerðarleysið muni kosta fjölskyldur landsins í formi heilsubrests og ótímabærum dauða, vegna þess að það verður búið að þrengja svo að fólki að það sér enga undankomu leið og verður fyrir líkamlegum kvillum eða grípur til örþrifa ráða.  Það væri hræðilegt, ekki myndi ég vilja hafa slíkt á samviskunni.

Bestu kveðjur,

Tómas Ibsen Halldórsson, 18.3.2009 kl. 16:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband