Ég verð nú bara að segja

eftir að hafa horft á Silfur Egils í dag og melt það þangað til núna að Formaður Framsóknarflokksins talaði af mikilli skynsemi í þættinum.  Hinsvegar varð ég fyrir ótrúlega miklum vonbriðgðum með Árna Pál leiðtoga SF í mínu kjördæmi og í raun fannst mér hálfaumkunarvert að hann skyldi ekki geta bent á eitt einasta atriði eða leið sem væri betri en afskriftarleið Framsóknarflokksins.  Hann nefni þetta blessaða "Eignaumsýslufélag",  er það virkilega hugmynd SF og VG að láta þetta félag yfirtaka húseignir almennings og hvað svo ?.    Ég er sammála Sigmundi Davíð að þessi eignaumsýslufélagshugmynd  er algjörlega galin sem einhver almenn aðgerð.  Auðvitað getur þetta gengið gagnvart nokkrum stórum fyrirtækjum en gagnvart litlum og meðalstórum fyrirtækjum verður að finna farsælli lausn. 

Það er eitt sem þessum blessuðum þingmönnum okkar virðist vera óskyljanlegt að það voru ekki Jón og Gunna sem orsökuðu efnahagshrunið, það voru ekki Jón og Gunna sem gerðu atlögu að Íslensku krónunni.  Það var ekki almenningur í þessu landi sem brást, það voru fyrst og fremst þingmenn þjóðarinnar sem fá laun fyrir að gæta hagsmuna okkar.  Þeir eiga að tryggja að öryggisnetið (ríkið) virki, að eftirlitsstofnanir ríksisins séu starfi sínu vaxnar.  Þetta var fyrst og fremst það sem brást.  Auðvitað hafa menn farið glannalega í froðuframleiðslunni hér undanfarin ár, verðmæti fyrirtækja, aflakvóta, íbúðarhúsnæðis ofl. ofl.  hefur verið skrúfað langt upp fyrir raunvirði og af þessu m.a. súpum við seyðið þessa dagana.  Ég er farinn að halda að sumir þingmenn þjóðarinnar séu ekki enn búnir að gera sér grein fyrir því í hvaða stöðu við erum sem þjóð og að það þarf mjög róttækar og afgerandi aðgerðir til að koma í veg fyrir að hálf þjóðin flytjist úr landi atvinnu og eignalaus. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður punktur!

Sigrún Ásta (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 08:12

2 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Ég tek undir með Sigrúnu Ástu.

Hilmar Gunnlaugsson, 16.3.2009 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband