Ég er löngu hættur að skilja

á hvaða forsendum Samfylkingin er í þessari ríkisstjórn, nema þá bara til að vera í ríkisstjórn.  Samfylkingin lætur  allan fjandann yfir sig ganga og þeir eru svo daprir að þeir mótmæla varla, þó gengið sé gegn þeirra grundavallarsjónarmiðum..   Ég  heyrði í Össur  sem var að ræða við Ingva Hrafn og þar lýsti hann sinni skoðun á Davíð Oddssyni og veru hans í Seðlabankanum.  Að hlusta á þessi orð Össurar og horfa svo á hann bakka Davíð upp með veru sinni í ríkisstjórinni  og sýna ekki pólitískt þor,  segir allt sem segja þarf um Össur.  Ég held því miður að svona sé komið fyrir öllum hinum ráðherrum SF.  Það góða við áframhaldandi setu þessarar ríkisstjórnar er að refsingin sem hún fær þegar  neyðin rekur þá í kosningar verður stærri og framtíð þjóðarinnar bjartari sem því nemur.   Endilega haldið áfram að sýna ykkar rétta andlit og haldið áfram að afhjúpa ykkur. 

Heilbrigðisráðherran er að bregaðst við aðsteðjandi vandræðum og fjárskorti í ríkissjóði og að sumu lagi er hægt að skilja hans aðgerðir í ljósi fjárskorts,  reyndar tel ég að hægt sé að taka mikið til í heilbrigðiskerfinu og gera það skilvirkara og hagkvæmara og nauðsynlegt að gera það.  Ég hef ekkert kynnt mér sérstaklega þessar aðgerðir og hvort vit er í þeim, enda snýst þessi færsla bara um þáttöku samfylkingarinnar í ríkisstjórninni.

Hafið það eins og þið viljið

Magnús G. Wink

 


mbl.is Samfylkingarfólk í Skagafirði mótmælir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Blessadur Magnús.

Gaman ad hitta tig líka hérna......

Takk fyrir ad bjóda mér bloggvináttu,ég tygg tad med gledi.

kvedja frá Jyderup

Gudrún Hauksdótttir, 13.1.2009 kl. 17:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband