Kastljós í kvöld

Ég er ennþá að velta fyrir mér hvort ég heyrði Björgólf fyrrverandi bankaráðsformann Landsbankans segja að hann hafi ekki vitað hvernig ofurlaunasamningar bankastjóranna voru tilkomnir.  Þessir samningar hefðu komið frá útlöndum þegar Landsbankinn keypti fyrirtæki þar.  Samdi ekki formaður stjórnar bankans við bankastjórana ?  ef  ekki hann,  hver þá ?  og  þá vaknar sú spurning hver í raun stjórnaði Landsbankanum.   Annars  kom ýmislegt fram í þessum þætti sem ég er alveg sammála BG  um eins og þeim afglöpum ríkisstjórnarinnar og annarra tengdra aðila að brjóta jafnræðisreglu EES  samningsins, sem ég held að fyrst og fremst það atriði hafi kostað okkur miklu meira en hrun bankanna.  BG  talaði líka oft og iðulega um að þjóðin myndi ekki skaðast af ICESAVE vegna þess að til væru eignir á móti.  Þessu er ég algerlega ósammála jafnvel þó að eignirnar séu til og verði til.   Tjónið sem þessir reikningar og deilurnar um þá eru búnir að valda okkur gríðarlegum skaða og kannski óbætanlegum,  hverjum svo sem um er að kenna.  Það er alla vega tæplega hægt að kenna almennum borgurunum á Íslandi um þann skaða,  þó að byrðunum mórölskum og fjárhagslegum verði dembt á okkur.

Eftir því sem fleiri tjá sig um þessi mál, þá verður þetta nú allt skýrara og ljósara fyrir okkur sem erum áhorfendur og ég verð að segja fyrir mína parta að ég verð nú eiginlega bara meira og meira undrandi á því hvernig staðið var að málum, hvorttveggja af hendi eigenda bankanna, stjórnendum þeirra og síðast en ekki síst eftirlitsins með hagsmunum þjóðarinnar sem eru þingmenn allra flokka og eftirlitsstofnanir þingsins og ríkisstjórnarinnar eins og SÍ og FME. 

Öll þessi leynd sem hvílir yfir öllum hlutum er ógeðfelld og framkallar mikið vantraust á allt stjórnkerfið og ég hef það á tilfinningunni að bankarnir nýju njóti ekki trausts almennings og er það bagalegt.  Landið er einangrað, eins og innflutt gæludýr í Hrísey, og sífellt hallar meir undan fæti.  Ríkisstjórnin virðist algerlega máttlaus og ráðalaus og minnir mig eiginlega á eftirfarandi  þulu;

Stofa mannlaus,

lampi ljóslaus,

stúlka saklaus,

kom inn klæðalaus,

maður allslaus,

lagðist á´ana verjulaus,

en hún slapp barnlaus,

því hann var náttúrulaus.

 

Og svo geta menn leikið  sér með persónur og leikendur í þessari þulu.

Ég þarf örugglega að horfa aftur á Kastljós í nótt til að ná öllu sem Bjöggi sagði.

Hafið það eins og þið viljið

Magnús G.  Wink

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Góður!

Haraldur Bjarnason, 13.11.2008 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband