Frábærir dagar í Miðfirði

Var að koma heim eftir tvo daga við veiðar í Miðfjarðará.   Aðstæður voru ekki sem bestar þegar ég mætti á svæðið á mánudaginn en löguðust sem á leið og túrinn reyndist verða algjörlega frábær.  Ég  var svo heppinn að landa 13 löxum  þessa tvo daga, þar  af  8 í morgun,  algert ævintýri í Núpsá.   Veiðferðir svona seint í september  geta verið mikið happadrætti og  ekki er á vísan að róa  með  veður og aðstæður,  en þetta haustið var lukkan mín megin,  veðrið var fínt allan tímann og árnar í  fínu standi,  nokkuð vatnsmiklar og skolaðar en það kom ekki að sök. 

Svona túr er hreinasta afbragð  fyrir  sálartetrið og ég endurnærist við það að fara og standa með stöng í hendi þessa daga og kljást við það að setja í fisk.  Nú orðið sleppi ég nánast öllum löxum sem ég veiði, tek mér í soðið hænga en öllum hrignum stórum og smáum er sleppt, undantekningarlaust, svona seint á haustin og  ég var svo heppin að setja í þónokkrar hrignur sem fengu að synda frjálsar útí hylinn sinn aftur.

Tveir kærir vinir mínir eiga afmæli í dag og ég óska þeim innilega til hamingju með daginn. 

Hafið það eins og þið viljið .

Magnús G. Whistling

Tvöfaldur regnbogi í Hvalfirði í dag.

REGNBOGI 24. SEPT 2008 001

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fríða Bára Magnúsdóttir

Bara kvitta, gott að þú skemmtir þér í veiði

Fríða Bára Magnúsdóttir, 26.9.2008 kl. 10:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband