Ég fór á stefnumót

fyrir 25 árum síðan við flotta stelpu sem var í Háskólanum og vann með skólanum sem þjónn á Torfunni.  2. september 1983 sá ég Breiðablik líka tapa fyrir Þrótti á Kópavogsvelli, sem voru auðvitað vonbrigði eins og í gær þegar Breiðablik tapaði fyrir KR.   En þetta vonbrigðiskast stóð ekki lengi þarna um árið en svo var þessu stefnumóti fyrir að þakka,  stefnumóti sem stóð í 23 ár. Að mæta á þessu stefnumóti var eitt mitt mesta gæfuspor í lífinu og allt sem fylgdi á eftir gerði mig að betri manni.  Ég  er þakklátur fyrir að hafa fengið að deila súru og sætu þennan tíma og  fyrir börnin okkar þrjú sem við eigum saman.  Elsta barnið okkar á meira að segja afmæli í dag og auðvitað óska ég Guðjóni Má til hamingju með daginn sinn  þann 22 í röðinni.

Vandið ykkur á stefnumótunum þau geta staðið ansi lengi.

Hafið það eins og þið viljið

Magnús G. Whistling

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fríða Bára Magnúsdóttir

Til hamingju með drenginn og sjálfan þig er það ekki á morgun? já það er erfitt þegar fólk er með skítkast hér. En gott hjá þér að takmarka aðgang. Hafðu það eins og þú vilt eða þannig hehe kv. Fríða (sem er nota bene að verða 40 ára á sunnudaginn)

Fríða Bára Magnúsdóttir, 4.9.2008 kl. 13:27

2 Smámynd: Magnús Guðjónsson

Takk fyrir hamingjuóskirnar og fyrirfram til hamingju með daginn Fríða,  Life begins at fourty,  var einhversstaðar sagt,  þú átt eftir að upplifa það.  Ég er siðar í mánuðinum 21. sept.  en  7. sept  er  líka merkisdagur hjá mér eins og þér..

Bestu kveðjur

Magnús Guðjónsson, 4.9.2008 kl. 14:19

3 Smámynd: Fríða Bára Magnúsdóttir

Ahhh mundi að það var eitthvað hehe Takk fyrir kveðjurnar og hafðu það gott á ísó

Fríða Bára Magnúsdóttir, 4.9.2008 kl. 14:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband