Því miður

varð ég að loka fyrir gestabókina á síðunni minni og  einnig fyrir athugasemdir við bloggfærslurnar, vegna óskemmtilegrar reynslu sem ég varð fyrir hér á síðunni í gær.  Ákveðinn einstaklingur sem tæplega hefur verið með sjálfum sér setti inn færslu í gestabókina mína og af tillitssemi við þennan einstakling og þá sem hann vitnaði í ákvað ég að fjarlægja færsluna og takmarka aðganginn.  Ég vona að þið sem eruð að skoða síðuna mína verðið ekki fyrir óþægindum vegna þessa.   Þessi síða mín á að vera til gamans en ekki vettvangur fyrir skítkast og lygar um fólk.

Ég  held að orðatiltæki dagsins hljóti að vera;  Það er oft gott að þegja og vera talinn heimskur, en tala og  taka af allan vafa.

Þakka ykkur fyrir skilninginn og hafið það eins og þið viljið.

Magnús G. Angry

Óþekki maðurinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er ljótt að heyra kæri vinur ! Svona fólk á einhvað bágt :(  Haltu bara  áfram Maggi minn blogga  við erum alltaf glöð í okkar hjarta og það hlýtur að smitast út frá okkur ! Ekki satt ? Hafðu það gott kallinn minn og vertu eins og

Magga skólasystir þín :) (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 18:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband