Blendnar tilfinningar eftir leikinn í kvöld..
24.8.2008 | 20:57
Breiðablik - Valur 0-2 til hamingju Valsmenn. Hákon Örn og Darri voru lukkudrengir í kvöld, Hákon leiddi fyrirliða Vals inná völlinn og Darri leiddi fyrirliða Breiðabliks, kónginn Adda Grétars.
Völlurinn var blautur og háll og leikurinn markaðist af því. Mér finnst eiginlega að leikir þessara liða eigi alltaf að enda með jafntefli og eða að þau vinni á vixl. Valsarar unnu í kvöld og til hamingju með það, við vinnum bara næst.
Gummi Ben heilsar Hákoni
Þrír náfrændur, Darri, Kristinn Jakobsson dómari og Hákon Örn.
Ég held að það sé ekki tilviljun að báðir markaskorarar Vals eru á myndinni hér fyrir neðan og báðir áttu þeir fínan leik. Gummi Ben er nú stundum bara eins og galdramaður með fótbolta.
Alla vega fékk ég tækifæri til að vera stoltur faðir, frændi og næringarráðgjafi í kvöld og er þakklátur fyrir það.
Hafið það eins og þið viljið í nýrri vinnuviku.
Magnús G.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.