Ísland best í heimi
22.8.2008 | 14:47
Á dauða mínum átti ég von en að ég táraðist af gleði yfir gengi Strákanna okkar á Olympíuleikunum, ótrúlegt lið og eins og ég sagði um daginn eftir leikinn við pólverja, þá hef ég ekki miklar áhyggjur af Spánverjum. Eg hef heldur ekki miklar áhyggjur af leiknum við Frakka, við kunnum alveg að vinna þá og við munum vinna þá á sunnudagsmorguninn, sannfærandi. Samspil þjálfarans og aðstoðarmanna hans, svo og trú fyrirliðans á þessum strákum, hvatningin og samheldnin sýna okkur hvað hægt er að gera, þegar rétt er að málum staðið. Enn og aftur til hamingju allir Íslendingar og Strákar takk fyrir að þetta jákvæða innlegg í þjóðarbúskapinn.
Hreinar línur í handboltanum og ég hef fengið hreinar línur á fleiri stöðum í vikunni. Það er gott að hafa hreinar línur í lífinu, ekki vera að velta sér uppúr einhverju; efa mundi, efa sé, efa mundi vaxa epli á hverju tré, ástandi. Ég er miklu meira fyrir hreinar línur og er í raun þakklátur fyrir að hafa fengið þær. Þá veit maður hvar maður stendur gagnvart fólki og getur hagað sér í samræmi við það.
Framundan hjá mér eru nokkur þétt verkefni sem ég þarf að vaða í og sem betur fer er ég ágætlega undirbúinn bæði líkamlega og andlega og ég ætla eins og landsliðið í handbolta, alla leið, það kann að vera að ég tapi einum og einum leik á leiðinni en það er ekki það sem skiptir máli, að tapa aldrei, heldur hvernig þú stendur upp eftir hvert tap og heldur áfram.
Ég hlakka hrikalega til sunnudagmorgunsins og hafið það eins og þið viljið þangað til.
Magnús G.
stundum þarf maður að hvíla sig á bekk í löngum hjólatúrum.
Athugasemdir
Sæll elsku kallinn minn ! Voðalega er langt síðan að ég hef kíkt inn á síðuna þína Ég les það að það er búið að vera nóg að gera hjá þér í sumar, algjör útivistarfíkill. Frétti af þér á Ungl.landsmótinu við vorum þar, Óttar okkar 12 ára var að keppa í fótbolta og skák, sem að gekk mjög vel. Svo urðu þeir í 2.sæti í 5.flokki á Ísl.mótinu í fótbolta. Af mér og mínum er allt gott að frétta, Ási og Friðbjörn eru að veiða í Miðfj.á núna og fara held ég aftur í hana í sept. Þú hefðir frekar átt að koma til mín í kaffi, þegar að þú fórst í Lýsuvötnin, ég hefði SKO örugglega bakað stóra HNALLÞÓRU með miklum rjóma og alles....ummm.... Jæja, Maggi minn ég mátti til með að kasta á þig kveðju, vonandi hittumst við fljótlega elsku dúllan mín :)
P.s. Bíddu, bíddu, ég gleymdi einu til hamingju með fótboltadrenginn þinn, flott hjá þeim :) Hann hefur þessa fótboltahæfileika ekki frá þér er það ?? smá púki í mér hehe !!
Magga skólasystir þín :) (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 22:55
Takk fyrir heimsóknina Magga mín, alltaf hressilegt að heyra í þér, alveg gæti ég hugsað mér að vera í Miðfjarðaránni núna en ekki í boði þetta árið. Fótboltagenin í drengnum eru auðvitað frá mér sástu mig aldrei á takkaskónum ???? ´Njóttu lífsins og haltu áfram að vera eins og þú ert, það fer þér vel..
Þið stelpurnar eigið að skipuleggja hitting í hádeginu í haust, klára nú það mál .....
Verðum í sambandi..
Magnús Guðjónsson, 23.8.2008 kl. 10:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.