Við Hákon Örn...
1.8.2008 | 00:17
ætlum að leggja land undir fót á morgun og halda á æskuslóðir afa hans í Skagafirði, nánar tiltekið í Blönduhliðina. Við erum búnir að fá húsaskjól á Uppsölum og við ætlum að veiða í Norðurá á laugardaginn.. Mig er lengi búið að langa til að kíkja á þessa á aftur.. en ég reynda að veiða þar fyrir 25 árum síðan án árangurs enda búnaðurinn sem ég átti á þeim tíma ekki vænlegur til árangurs. Drengurinn knái átti hugmyndina að veiðferð um helgina og við förum í Norðurá og freistum gæfunnar..
Síðan á sunnudaginn er stefnt að því að fara í Þorlákshöfn og taka þátt í golfmóti fyrir 10 ára á ULM sem haldið er um helgina í Höfninni... Hákon er hörkugolfari og ég verð caddy enda kann ég lítið sem ekkert í golfi og er bara sáttur við það ennþá allavega.
Við ætlum semsagt að leika okkur um helgina og njóta þess að eiga hvorn annan feðgarnir.
Hafið það eins og þið viljið um þessa helgi og alltaf.
Magnús G
Athugasemdir
Góða ferð...
Eyþór Árnason, 2.8.2008 kl. 00:38
Takk fyrir Eyþór við áttum frábæra ferð í Skagfjörð og fengum frábærar móttökur á Uppsölum eins og við var að búast..
MG
Magnús Guðjónsson, 4.8.2008 kl. 13:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.