Veðrið er

aðalumræðuefnið þessa  dagana eins og  svo  oft  áður á Íslandi,  en nú  vegna þess að það er svo  gott en ekki vont  eins  og oftar  verður mönnum  að  umræðuefni..  Veðrið  í  sumar hefur verið  frábært,  bæði  fyrir fólk  og  gróður og  ekki  síst  fyrir  árnar  sem hafa haldið  vatnsmagninu  og  eru að  gefa af  sér  ótrúlega  veiði  víðast  hvar..   Ég  man  eftir hitabylgjunni í  Ágúst  2004 þar  sem metin voru sett  sem féllu í  gær  og  ég  man líka eftir  hitabylgjunni  1976  sem var  svo  óvenjuleg  að  hún  er  mér  allavega mjög  minnistæð.   Ég  hef  verið svo  heppinn að hafa haft  tækifæri  til að njóta  veðurblíðunnar  og  í  fyrrakvöld  átti ég  ógleymanlegan  göngutúr  um  Garðabæ - Álftanes  og  var  svo  heppinn  að  sjá sólsetrið  og  rómantíkina  sem fylgdi því.  Í  kvöld  fór  ég í  hjólatúr   og  hjólafélaginn minn  hafði  á  orði að  þetta  væri  miklu líkara  því að vera að hjóla  niðri  í Evrópu  en í  Kópavoginum af  því að hitinn var svo  notalegur,  frábær  hjólatúr,  í  frábærum félagsskap, í  frábæru veðri.. hvað  meira  getur maður farið fram á. 

Framundan er verslunarmannahelgin, mesta  ferða og  fylliríshelgi  ársins   og  ég þá  von  heitasta að enginn fari sér að voða og  allir komi heilir heim, bæði á sál og líkama. 

Víð  Hákon Örn erum ekki búnir að ákveða  hvað við gerum um helgina  ennþá  en það er líka nógur tími  til þess..

Hafið það eins og þið viljið í  góða veðrinu..

Magnús G.  Wink

P.S.   verð  að segja að  ég  heyrði á tal tveggja  kvenna í dag  og  ég gat ekki  annað en  vorkennt þeirri  sem var að kvarta  yfir því að veðrið væri  allt of gott.    Þetta  minnti  mig á  að; 

viðhorf  er  bara  mikilvægt,  það  skiptir  öllu  máli.. 

P1000735 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband