Með hverjum heldur þú....

ég  hef verið svo heppinn að  hafa  nokkuð rúman tíma  fyrir  sjálfan mig undanfarnar vikur  og  hef  nýtt  hann til  andlegra og  líkamlegra  endurbóta.   Ég  hef  notað  hjólið mitt óspart og gönguskóna  og  þegar ég geng  er ég eins og  unglingur með  ipod og  allt.. 

Það  hefur  valdið mér  áhyggjum um nokkurt  skeið  hvert  þjóðin  stefnir í  lífsstílnum og  hvernig  börnin  okkar  eru að þyngjast  óhóflega  þrátt fyrir  vaxandi  framboð  á  hreyfingu allt  árið.   Ég  var  þar  til fyrir einum 6 árum á leið til  heljar (líkamlega og  andlega)  vegna  lífsstílsins  sem ég  hafði,   ég  notaði  og  mikið  áfengi,  ég  reykti, borðaði  "hollan" íslenskan mat  sem  færði  mér  rúm  20  aukakíló að  bera  alla  daga og  allar nætur..  með  tilheyrandi  heilsukvillum eins og  liðverkjum, vöðvabólgu,  ofnæmi,  brjóstsviða,  síþreytu,  orkuleysi,  þunglyndi,  félagsfælni  og  eflaust  eitthvað  meira..   Ég  var  heppinn,  það  settist  engill á  öxlina á  mér  2002  og  ég  fór að  snúa blaðinu við,  hægt en örugglega  og  þið  getið lesið um árangurinn í  bloggfærslunum hér fyrir  framan af  hjólatúrum og  fjallgöngum-nýtt líf.. 

Ipodinn  nota  ég  til að hlusta  á  mér vitrari menn,  eins og  Jack Canfield  sem  sagði  í morgun,  niður í  Elliðaárdal;  "líkaminn  kallar  á  banana  en  þú  sendir honum  gosdrykk og  er  skrítið að líkaminn efist  um með  hverjum þú  heldur" 

Við  fáum bara  einum líkama  úthlutað,  hlustum á hann,  hugsum um hann  og  gefum honum það sem  hann  biður  um.    Við megum ekki  láta  litla  líffærið í munninum sem heitir  tunga,  stjórna  heilanum þegar kemur  að  þvi að  þjóna líkamanum og  næra hann rétt..

Nú  til  dags  eru  endalausir  möguleikar til að borða  holla fæðu og  fá  þau  fæðubótarefni,  vítamín og  steinefni  sem við  þurfum,  höldum með  sjálfum okkur og  tökum ábyrgð.....

Annars  hafið það eins og þið viljið 

Magnús G  Woundering

Beðið eftir næsta leik


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

16.07.07 skrifaður dagur í sandinn líkamlega og andlega

SA (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 08:32

2 Smámynd: Solveig Friðriksdóttir

Sæll og takk fyrir síðast. Þörf umræða enda þróunin svakalega skuggaleg og eftir að hafa komist sjálf úr þeim djúpa öldudal orkuleysis og heilsuleysis sem ég var í með því að stilla inn á að næra líkamann rétt er mér vandinn í okkar samfélagi og heimi sífellt ljósari. Það er ekki gaman að fara orkulaus í gegnum lífið.

Solveig Friðriksdóttir, 17.7.2008 kl. 09:39

3 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Sammála ykkur kæru austfirðingar. Vinnum vel að breyttum lífsstíl.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 20.7.2008 kl. 11:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband