Logn, Sól og rúmlega 20 gráður..
7.7.2008 | 14:11
er ekki algengt á Íslandi hvað þá á hæsta tindi Vestfjarða Kaldbak í Dýrafirði. Þessari upplifun er ekki hægt að lýsa með orðum. Ég lét gamlan draum rætast í gær og gekk á Kaldbak og hann tók á móti mér með þessum trakteringum,, það var þess virði að bíða í nokkur ár efitir þessu.. Útsýnið var magnað, fjallahringurinn, snæfellsnesið með jökulinn á endanum og allt norður á strandir. ´
Mér var oft hugsað til gamals kollega þennan dag, Einars Odds Kristjánssonar sem lést fyrir tæpu ári í göngu á Kaldbak. Einar Oddur var góður drengur og ég veit að hans er sárt saknað á Vestfjörðum, blessuð sé minning hans.
Hafið það eins og þið viljið
Magnús G.
Athugasemdir
Þú ert snillingur !
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 8.7.2008 kl. 01:22
Þakka þér fyrir Fjóla, þú ert enn meiri snillingur !!!
Magnús Guðjónsson, 8.7.2008 kl. 09:28
Sæll félagi
Það var agalegt að missa af þér upp á topp, greinilega ekki kallt á þessum toppi :)
Ég kem mér þér næst, eða þú með mér.
Torfi Jó (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 01:04
Sæll sjálfur Torfi minn, ekki málið skal skótast með þér á Kaldbak aftur, það verður bara að njóta þess aftur..
Bestu kveðjur vestur í Dýrarfjörð
Magnús Guðjónsson, 9.7.2008 kl. 11:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.