Alli Jóns
10.5.2008 | 21:28
var hann alltaf kallaður í mínu ungdæmi. Alli ríki á Eskifirði var borinn til grafar í dag í sínum heimabæ Eskifirði. Ég minnist Alla á þessum tímamótum fyrst og fremst fyrir að hafa verið góður vinur föður míns til margra ára og ég minnist þess hversu indæll og góður hann var alltaf við mig, smágutta sem kom stundum heim til hans á Eskifjörð. Við áttum líka mörg ógleymanleg samtöl þegar ég vann í Loðnunefndinni sálugu, hann hringdi oft í mig snemma á sunnudagsmorgunum og samtölin voru oft löng og hann sagði mér sögur úr sjávarútveginum.
Það er ljóst að Alli gerði mikið fyrir Eskifjörð og arfleifð hans er mikil ekki bara fyrir Eskifjörð og Austurland, heldur fyrir Ísland allt og hann var mörgum innblástur til athafna..
Ég votta aðstandendum Aðalsteins samúð mína og bið Guð að blessa minningu þessa góða manns.
Hvíl í friði
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.