Merkileg kona með fallega sýn á málin...
14.4.2008 | 23:59
Ég var svo heppinn í gærkvöldi að sjá þátt Evu Maríu, þar sem hún ræddi við Kristínu Pétursdóttur hugsjónakonu. Kristín hefði eflaust getað náð í hæstu hæðir innan Kaupþings eða í einhverju öðru stórfyrirtæki en hún valdi að hætta störfum af því að hún hafði hugsjón.
Ég hef alltaf verið hrifinn af fólki sem hefur hugsjónir og er tilbúið að fórna efnislegum verðmætum og frama fyrir þær.
Eftirfarandi er skrifað á heimasíðu http://www.audur.is/
Við höfnum því viðhorfi að velja þurfi á milli fjárhagslegrar arðsemi og samfélagslegs ávinnings. Við teljum að það felist fjárhagslegur ávinningur í því að taka samfélagslega ábyrgð. Ef þú ert á sömu skoðun gætum við einmitt verið sá valkostur sem þú hefur beðið eftir.
Ég er svo innilega sammála þessum kjarnakonum sem standa að þessu fyrirtæki, að það felist fjárhagslegur ávinningur í því að taka samfélagslega ábyrgð. Ég er svo heppinn að geta verið stoltur af því að hafa komið að verkefnum, sérstaklega erlendis, þar sem fátækt er mikil, þar sem samfélagsleg ábyrgð hefur verið eitt af leiðarljósunum.
Ég vona að þessi sjóður eigi eftir að skapa mikil verðmæti með samfélagslegri ábyrgð, gangi ykkur vel..
Hafið það bara annars eins og þið viljið
Magnús G.
Kristín Pétursdóttir forst. Auður Capital
Athugasemdir
Sæll Magnús. Var að vafra hérna um á blogginu og rakst þá á þitt blogg. Bara kasta á þig kveðju og gangi þér vel áfram kveðja Fríða
Fríða Bára Magnúsdóttir, 16.4.2008 kl. 13:42
Þakka þér fyrir heimsóknina Fríða Bára, gaman að sjá að þú ert sprell lifandi, gangi þér allt í haginn líka, kannski verðum við bara bloggvinir..??
Hafðu það svo eins og þú vilt
Magnús Guðjónsson, 16.4.2008 kl. 20:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.