Fluttur í Ásakórinn............................
23.1.2008 | 00:09
Jæja jæja þá er ég fluttur í Ásakór 9 íbúð 303, kominn með símann og netið og og kössunum fækkar á gólfinu. Ég get nú bara ekki minnst á þessa flutninga án þess að þakka börnunum mínum öllum fyrir hjálpina, Hákoni fyrir burð og kannski sérstaklega fyrir að vera góður á meðan á öllum hamaganginum stóð. Sigrún Ásta, vann með mér alla helginu eins og SLEGGJA Í HELV'ITI og hún fær frábærar þakkir fyrir fórnfýsi og dugnað. Steinar tengdasonur fær frábærar þakkir fyrir allan burðinn og hjálpina. Friðjón Kristjánsson fyrir burðinn á borðinu og þunguhlutunum á laugardaginn og Guðjón Már fyrir hjálpina við að koma öllu á sinn stað innandyra, en hann átti ekki mikið heimangengt um helgina vegna vinnu. Víð Hákon sváfum hér á Laugardaginn og við sváfum mjög vel og okkur dreymdi ekkert sem mér er sagt að sé betra en að dreyma eitthvað slæmt.. Íbúðin er mjög skemmtileg og ég er mjög ánægður með íbúðina og staðinn, svona í jaðri bæjarins og stutt í náttúruna. Það er gott útsýni til Esjunnar og í Hvalfjarðarkjaftinn og út á sundin blá og svo í suður uppí Rjúpnahæðina og suðureftir í átt að Heiðmörkinni. Ég kláraði að þrífa Gullsmárann í kvöld og fékk frábæra hjálp frá Völu valkyrju og vorum við ekki nema rétt um klukkutíma að þrífa allt, inní alla skápa og ryksugað og skúrað útí öll horn..
Við Hákon ætlum að halda uppá afmælið hans á Sunnudaginn hér í Ásakór og bjóða bestu vinum hans.
Miðað við síðustu fréttir af vígstöðvunum í Reykjavík þá sannast það enn og aftur að "ÞAÐ ER GOTT AÐ BÚA Í KÓPAVOGI" og ég er viss um að þið sem ennþá búið í Reykjavík eruð velkomin í Kópavog, það er nóg pláss, ef ég man rétt þá eigum við land austur undir Hornafjörð..
Það eru auðvitað allir velkomnir í heimsókn í Ásakórinn..
Hafið það eins og þið viljið...
Magnús G..
Athugasemdir
Til lukku með íbúðina, aðalatriðið er að rata í Kopavogi :)
Sigurður Halldórsson, 23.1.2008 kl. 00:36
Til hamingju með íbúðina ! Já, Maggi minn, það er sko yndislegt að eiga góð og hjálpsöm börn og tengdabörn
Hafðu það gott og gangi þér vel með afmælið á sunnudaginn.
Sjúbbídú
Magga Scheving.
Margrét G. Scheving (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 08:06
til hamingju með að vera búin að koma þér fyrir, fer að koma og kíkja ;)
Sigrún Ásta (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 12:24
Til lukku með nýju íbúðina og að vera fluttur.
Solveig Friðriksdóttir, 23.1.2008 kl. 15:41
Til hamingju með íbúðina Maggi minn, hlakka til að koma og skoða.
Kveðja
Halldóra
Fallega fólkið í Leeds, 23.1.2008 kl. 22:27
Það er gott að hafa góða hjálparmenn þegar maður stendur í flutningum. Til hamingju. Kveðja
Eyþór Árnason, 23.1.2008 kl. 22:35
Kærar þakkir fyrir allar góðar óskir, ekkert mál að rata í Kópavogi Siggi minn og ef þú lendir í vandræðum færðu þér bara GPS. Það er gott að búa í Kópavogi..
Hafið það eins og þið viljið
MG.
Magnús Guðjónsson, 24.1.2008 kl. 11:57
Til hamingju Maggi! Vona að það fari vel um þigá nýjum stað.
kveðja úr Funalindinni
Ásgeir Ben (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 13:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.