Kominn heim....
20.12.2007 | 12:48
Jæja kominn heim og mikið rosalega er gott að hitta fólkið sitt og jafnvel rok og rigning eins og í gær í Keflavik fara nú að teljast til standarda hér á landi..
Er að fara í útskrift Guðjóns og hlakka til að sjá kallinn setja upp húfuna, ég er mjög stoltur af mínum manni og veit að hann á eftir að spjara sig vel.
Ég er með svo stranga dagskrá fram að jólum að ég sé ekki fram á tima fyrir blogg og þess vegna vil ég þakka öllum sem hafa heimsótt síðuna mína og yfirhöfuð öllum vinum og vandamönnum og vandalausum, Gleðilegra Jóla og gleðilegs nýs árs með þakklæti fyrir allt liðið.
Hafið það nú endilega eins og þið viljið um jólin
Magnús G..
Mynd af rokinu í Sahara, það getur blásið þar líka
Athugasemdir
Velkominn heim Maggi minn og innilega til hamingju með strákinn ! Hlakka til að sjá nýju íbúðina þína sem ég geri ráð fyrir að þú sért á fullu að flytja inní á þessari stundu.
Kveðja frá Ítalíu
Halldóra
Halldóra Skúla (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 13:42
Velkominn heim gamli, gott að vita af þér hinumegin við holtið
Til hamingju með "kallinn" þinn, það er fátt sem gleður hjartað meira en börnin okkar þegar vel gengur í lífinu þeirra. Farðu svo varlega í jólastressinu á Íslandinu.
Vala (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 15:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.