Tölvupósturinn... Lokakafli .. ný mynd og reiđi....
17.12.2007 | 23:20
Jćja nú er er ég alveg orđinn viss um ađ búiđ sé ađ ná tökum á tölvupóstinum frćga og búiđ ađ koma honum fyrir kattarnef einu sinni fyrir allt.. en vitiđi ţađ ađ dagataliđ sem ég fékk međ ţessum pósti var frábćrt og ég er búinn ađ búa til mitt eigiđ sem ég mun dreifa til valinna einstaklinga nú um áramótin..
Eins og ţiđ sjáiđ ţá er komin ný mynd á toppinn á síđunni minni, ţessa mynd tók ég í október í eyđimörkinni og var ég ađ reyna ađ fanga sand-skafrenninginn sem var, ţennan renning sem myndar ţessar gríđarlega stórfenglegu sanddöldur sem eru óteljandi um alla eyđimörkina, ţiđ allavega takiđ viljann fyrir verkiđ..
Ég var svo heppinn ađ kynnast góđum manni fyrir tćpum 40 árum, ţessi ágćti mađur hét Bogi Ţórđarson og var lengi kaupfélagsstjóri á Patró og síđar starfsmađur í Sjávarafurđadeild Sambandsins og ađstođarmađur Steingríms Hermannssonar í Sjávarútvegsráđuneytinu. Bogi heitinn, sem ég kallađi nú oftast frćnda, ţó viđ vćrum ekkert skyldir, gaf mér mörg góđ ráđ sem flest hafa nú falliđ í gleymskunnar dá. Eitt af ráđum Boga er mér mjög minnisstćtt og ég hef notađ ţađ oft og ţađ hefur gagnast mér vel í áratugi.. Hann sagđi, Magnús minn, ţú skalt aldrei reiđast nema af mjög vel yfirveguđu ráđi. Ţetta sagđi hann mér blessađur og mikil er spekin í ţessari ráđleggingu, ţví oftast segir mađur nú einhverja bölvađa vitleysu ef mađur snöggreiđist, eitthvađ sem mađur sér lengi eftir og nagar samviskuna. Ţetta ráđ Boga vinar míns verđur mitt framlag til vina og kunningja á ađventunni ţetta áriđ.. Blessuđ sé minning Boga Ţórđarsonar..
Annars er ég bara fínn og tilbúinn ađ leggja í ann til Íslands á miđvikudaginn..
Hafiđ ţađ eins og ţiđ viljiđ og bestu kveđjur úr sólinni og sandinum í Sahara..
Magnús G.
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.