París Afmæli Agadir !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
26.9.2007 | 20:07
Jæja þá er maður kominn heim aftur, já heim til Laayoune. Það er í raun ótrúlegt hvað það er alltaf gott að koma heim, hvar svo sem það er á hverjum tíma.. Ég var í viku í burtu, fyrst nokkra daga í París, fór þangað á miðvikudaginn fyrir viku, hundveikur af flensu og ég lá eiginlega í rúminu fyrsta sólarhringinn, sem var í raun bara ágætt, fékk fína hvíld líka útúr því.. Ég var á alveg ótrúlegu hóteli sem heitir Bellechasse og hér fyrir neðan er krækjan á hótelið http://www.lebellechasse.com/introduction_fr.php sem er náttúrulega bara ótrúleg upplífun að gista..
Á afmælisdaginn fór ég á eitthvert flottasta veitingahús sem ég hef komið á, þ.e.a.s. maturinn og þjónustan. Af 10 mögulegum fékk maturinn 11 og þjónustan 12, nei nei ég er ekkert með sólsting, þetta var bara svona frábært. Veitingahúsið er í eigu Hélen Darroze sem er einhver allra besti matreiðslumaður evrópu í dag. Þetta var í raun bara upplifun að borða þarna og ég get mælt með þessu við hvern sem er, Frábært veitingahús.. www.relaischateaux.com/fr/search-book/hotel-restaurant/darroze/
Auk þessa borðaði ég á elsta veitingahúsinu í París og öðru frægu Dúfna veitingahúsi sem ég get líka mælt með sem ágætu veitingahúsi með ágætri þjónustu.. en allt um mat.. það var enginn skortur á honum í París.. Að öðru leyti var París frábær að vanda, veðrið yndælt sól og 22-25 gráður alla dagana, frábært gönguveður enda gekk ég mikið um París og kynntist fullt af nýjum hliðum á henni í þessari ferð.. Frábært afmæli og frábær Parísarferð í frábærum félagsskap.. Ég flaug svo til Agadir á sunnudaginn þar sem ég þurfti að sýsla nokkur mál á mánudag og þriðjudag og kom svo heim í gærkvöldi.. Ég kynntist alveg nýrri hlið á Ramadan í Agadir þar sem ég átti fund (já viðskiptafund) mjög seint að deginum og ég verð að segja að mér leist strax frekar illa á þetta því mér fannst sá sem ég var að hitta frekar ör og óstöðugur, enda kom á daginn að hann missti alveg stjórn á sér og kallaði mig öllum illum nöfnum og hótaði mér öllu illu og sagði mér svo að fara til þið vitið, pakkaði saman stóð upp og fór.. Allt þetta upphlaup af því að ég stóð bara á okkar óskum í samnigunum.. Um kvöldið var mér svo boðið í eina af þessum frábæru Marokósku veislum þar sem troðið er í mann mat þangað til maður er orðinn fullur af mat...í orðsins fyllstu merkingu.. Ég fór að ræða uppákomu dagsins við félaga minn og sagði honum að mér þætti svona frekar leiðinlegt að hafa svo áhrif á þennan viðsemjanda okkar að hann þyrfti að grípa í þennan orðaforða sem hann notaði, hann sagði Magnus þú verður að skilja að það er RAMADAN og þá mega menn segja allt sem þeim dettur í hug og svo bara afsaka menn það með Ramadan.. Já en,,,,,, það er ekkert já en í þessu, þetta bara er svona og þú verður bara að lifa við það... OK sagði ég og ætla bara að lifa við þetta, get ekki annað í stöðunni, enda alltí lagi...
Franskan mín er alltaf að verða betri og betri og nú er alveg að byrja tími og ég hlakka til að mæta í skólann og ég er ánægður með kennarann minn..
Ég skal svo reyna að vera duglegri að blogga á næstunni, allavega þangað til ég fer til Íslands á hitt heimilið mitt í Kópavogi eftir ca. 3 vikur ..
Svo vil þakka öllum fyrir að heimsækja síðuna mína ég er ferlega stoltur af þvi hvað margir heimsækja síðuna mína og sumir skamma mig fyrir að blogga ekki meira, einhverjir hafa þá gaman af þessu bulli í mér..
Hafið það eins og þið viljið, hér er sól og blíða, SORRY ætlaði ekki að segja þetta
Myndirnar eru af stiganum uppí Sigurbogann og af Listakonu á Signubökkum og ég keypti af henni vatnslitamynd, mjög flotta af húshluta sem stendur á árbakkanum..
Magnús G..
Athugasemdir
Að vera staddur í París á afmælisdaginn, það er ekkert slor! Til hamingju með daginn kallinn minn. Kveðja.
Eyþór Árnason, 26.9.2007 kl. 21:35
Já ég skal segja þér það Eyþór að ég get mælt með þessu fyrir unga menn eins og okkur og þakka þér fyrir kveðjurnar. þú kannski skilar fyrir mig kveðju norður í Skagafjörð, ég hef því miður ekki haft tíma til að koma þar við á þessu ári ..
Best kveðjur
Magnús Guðjónsson, 26.9.2007 kl. 23:26
hæ hæ gaman að sjá að þú hlustir á það sem mar er að segja við þig en ein spurning kynntistu nýrri hlið á París eða?
hlakka til að vakna í fyrramálið og lesa nýtt blogg góðar kveðjur til þín
kv þórdís
þórdís (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 00:15
Margrét G.Scheving (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 23:38
Halló Halló, hvað ertu nú að skipta þér af þvi hvernig ég er á litinn, ég er bara eins og ég hef alltaf verið hvítur og saklaus. Skipti ekkert litum efitir því hvar ég er í heiminum.. manstu að þessar helv. herba pillur gera það að verkum að maður getur borðað næstum allt án vandræða.. annars takk fyrir að fylgjast með mér kæra bekkjarsystir, hlakka til að hitta þig þegar þú verður búin að skipuleggja hitting í Reykjavík í Nóvember ... fyrir SVS 1982.
MBK (Magg bloggar krúttlegast) sjúbbídú og passaðu svo að fjúka ekki á haf út í brælunni fyrir vestan ...
Hafðu það eins og þú vilt......
MG
Magnús Guðjónsson, 28.9.2007 kl. 00:13
Margrét G. Scheving (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 18:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.