Ramadan í fullum gangi ........

Jæja  nú  er  Ramadan  byrjuð,  fyrsti dagurinn var  þann  14. september og  það er ótrúlegt  hvað  margt  breytist...  hjá  fólkinu hér.  Ramadan  er föstumánuður  Múslíma  og  frá  sólarupprás til sólarlags  fasta  þeir á  allt,  mat, drykk, tóbak og  kylíf..  og  svo þegar sólin  gengur undir þá  byrjar fjörið  og  stendur það yfirleitt fram  eftir  nóttu.  Við  höfum  þurft  að  gera ýmislegt  hér  til að koma  til móts  við fólkið  okkar,  m.a. höfum við breytt  vinnutíma  fólksins,  stytt  hann og  nú  er enginn matartími á daginn..   Þessi  tími er athyglisverður  og  merk reynsla  fyrir  okkur sem  komum úr  óhófinu á  Íslandi og  vekur mann til umhugsunar.    Annars  er  vikan búin  að vera mögnuð,  mikið  að   gera  og  tíminn bókstaflega  flýgur  áfram  og  ég  á leið  í frí  til  Evrópu  í  nokkra  daga.   Ég  ætla að eyða  afmælisdeginum í  einni fegurstu  stórborg  Evrópu.   Franskan  er  ótrúleg  og  ég er  farinn að trúa því  að  ég eigi eftir að  tjá mig á frönsku áður en  langt um líður og  jafnvel  halda uppi  samræðum á  þessu fallega  tungumáli,  Ahalam  er  stórkostlegur kennari  og  stendur  sig  með mikilli  prýði og  nú  erum við  orðnir  tveir í tímunum  hjá  henni.  Ramadan  breytir náminu hjá  okkur,  tímarnir  eru nú kl.  2100 á  kvöldin í  stað  kl.  1900  áður  en  ekkert  mál  við  bara  tökum þátt í  Ramadan..    Við  héldum  veislu  í  gær, steiktum glænýjan  fisk  og   grænmeti  og  fórum svo í Kollu kaffi í  dag,  með  pönnsum og  alles,  skemmtileg  tilbreyting..  Ég  verð  nú  eiginlega að segja  að  ég er  svo  glaður í  dag,  ekki vegna  veðursins á Íslandi  heldur af  því að Breiðblik  skellti  FH  í  dag  og  ég  heiti  á  Willum og  Valsarana  að  taka nú Skagann á  morgun og koma  sér  í efsta  sætið  í  deildinni,  nú  verðið  þið bara að taka þetta  Valsarar.. 

Ég  ætla að setja inn  tvær  myndir  núna  aðra af  Ahlam  fröskukennara  og svo  hina af  matarboðinu í  gærkvöldi. 

Hafið það eins og þið viljið    La  belle vie

Heyrumst  

Magnús G.  Cool

AHLAM 001

MATARBOÐ SEPT. 2007 010


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég hef fulla trú á þér í frönskunni, vertu bara duglegur í París að æfa þig, eina sem gildir. hafðu það gott gamli minn.

Sigrún Ásta (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 11:01

2 identicon

Komdu sæll bróðir sæll er að komast í samband við netið efti bilun við höfum það gott hér í firðinum fagra og mér heyrist þú hafa það gott þar sem þú ert.Valur hafði það nú ekki því miður en voru betri að mér fanstKveðja stóra systir og co.

Elsa Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 23:47

3 identicon

hæ hæ takk fyrir spjallið okkar í gær gerði mikið fyrir mig þú ert alltaf svo uppbyggjandi. og auðvitað verðuru orðin altalandi á frönsku áður en langt um líður. hlakka til að sjá þig í okt. og hafðu það ótrúlega gott í París (þó það hefði verið skemmtilegra að hafa mig með)

kv þórdís

Þórdís Jakobsdóttir (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 12:04

4 identicon

Til hamingju með afmælið Maggi minn kveðja stóra systir og fjölsk.í firðinum fagra

Elsa Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 11:17

5 identicon

Til hamingju með afmælið um daginn og leikinn á sunnudag (kannski verið þér til heiðurs) !!!    Nú verður þetta tekið...  Malli og Beta fóru að hvetja okkar menn, skil samt ekki í þeim, þau vildu ekki taka með sér Herbalife klöppurnar sem við fengum í Köln....    fannst það eitthvað asnalegt. 

Hlakka til að heyra frá Parísarferðinni....og komast að því hvaða fólk þú gætir hafa rekist á.....það eru alltaf íslendinagr útum allt...eða var það kannski ekki íslendingur.....

Kveðja úr (af) Hrauninu

Halldóra Skúla (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 11:32

6 identicon

hellú hvað er að frétta er nú ekki að nenna að skoða þessa síðu oft á dag ef það kemur ekkert nýtt hérna inn? hélt að það yrðu komnar fréttir frá París um leið og þú kæmir til baka. farðu nú að herða þig í blogginu ´´gamli´´ bestu kveðjur þórdís

þórdis jak (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 11:19

7 Smámynd: Magnús Guðjónsson

Takk fyrir allar  þessar  frábæru kveðjur  og  afmæliskveðjur  og allt..   Já  já  nú fer ég að blogga  eitthvað  aftur, er  búinn að vera í burtu í  heila viku  og  var að koma  heim um miðnættið s.l.  Gefðu  mér  breik Þórdís.  Takk  fyrir allar heimsóknirnar á  síðuna,  það  kemur  blogg í  kvöld,  ég  lofa  !!!!!

Magnús G.

Magnús Guðjónsson, 26.9.2007 kl. 12:59

8 identicon

´Komdu Sæll bróðir Það var nú gott að þú gast notið Parísar og ekki verið veikur nema ein dagÉg Jói og Viggi erum að fara til Barselona á morgum ásamt 70-73 öðrum héðan úr fiknó firðinum hinum fagraþað er starfsmannafélag L.V.N.Vona að þú hafir það gott. Kveðja Elsa og co

Elsa (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband