Gay Pride eða Kosningar...

Ég  lenti í rosalegu í  kvöld þegar ég var að koma heim  úr  vinnunni..  Ég þarf  að keyra í ca.  hálftíma frá  höfninni og  heim í Laayoune  sem er bærinn sem ég bý í hér  í Marokkó.  Vegurinn er fyrst sæmilegur og  þar er  100 km  hámarkshraði og  svo  lagast vegurinn mikið og  verður tvöfaldur svona eins og Keflavíkurvegurinn er að verða  og  þar er  80 km  hámarkshraði, með  60 svona inná milli  og þar er hraðinn mældur, nánast alla  daga til að auka tekjur lögreglunnar. (Sama aðferð og á Blönduósi)   Á  miðri leiðinni mæti ég þessari líka  litlu  bílalestinni,  allir með  "hazard" ljósin á  og  flautandi  og  fólk úti um allt,  út  um gluggana og á pallbílum og annarstaðar þar sem það gat hangið.  Ég hélt  fyrst að þetta væri Gleði Ganga  (GP)  og  fór að hugsa, ætli það megi hér, það er svo rosalega margt  bannað hér nefnilega.. Ég  fór að hugsa aftur,  nei  þetta getur ekki verið, þeir  keyra svo  rosalega hratt og það voru líkar allir klæddir, bara svona  eins og venjulega, ekkert drag eða neitt svoleiðis.   Svo  áttaði ég mig,  þetta var kosningalest eins stjórnmálaflokksins  hér  og  þetta er siður hjá þeim er  mér sagt.  Svona draga þeir til sín athyglina og  vekja fólk til vitundar  um  kosningarétt sinn,  mjög  skemmtileg  aðferð, hávaðasöm  og fer ekki framhjá  neinum sem á veginum verður..  Mér  var  að detta í hug að  segja kannski Guðna frá þessu fyrir   næstu kosningar, þannig að hann geti beitt svona  erlendum aðferðum í  næstu baráttu og  keyrt um landið allt,  með hávaða og  söng og gleði  og  neitað að gefast upp fyrr en fólk kýs flokkinn.  Því  miður  þá náði  ég ekki mynd af þessum herlegheitum enda allir á mikilli ferð bæði ég og þeir... en í  staðinn ætla ég að setja eina svona skipstjóramynd af mér  inn,  því það var nú einu sinni minn stærsti draumur að verða  skipstjóri.. Ég tek  það fram að ég er í   Arsenal bol  á  myndinni sem var tekin á afmælisdegi Guðjóns  míns  og klæddist ég þessum bol honum til heiðurs..  annars held ég auðvitað með Breiðablik og Liverpool   og  líka svolítið með Val  af því  að Gummi Ben er þar og Willum þjálfar þá.  

Hafið það eins og þið viljið 

Magnús G..Police

QSS KEMUR FRÁ LAS PALMAS 088 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það væri dáldið fyndið að sjá Guðna hálfan útum gluggann öskrandi.....

Sigrún Ásta (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 08:36

2 Smámynd: Magnús Guðjónsson

Hann myndi auka fylgið mikið  er ég viss um...

Magnús Guðjónsson, 5.9.2007 kl. 10:58

3 identicon

Flott blogg, nú veit ég nánst allt,nema það sem ég veit ekki.Las yfir allt og nú líður mér eins og þerripappír.

Kristín (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 16:56

4 identicon

Frétti af þessari síðu hjá vinkonu minn/okkar sem er fyrrverandi og er að verða núverandi stafsmaður þinn. Gaman að fylgjast með þér í hitanum

Sigrún vinkona?

Sigrún (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 18:15

5 Smámynd: Eyþór Árnason

Þú gætir tekið að þér kosningastjórn fyrir Guðna!  En ætli sé ekki best að nota svartan toby á smokkfiskinn? Kveðja

Eyþór Árnason, 5.9.2007 kl. 22:13

6 Smámynd: Magnús Guðjónsson

Þakka þér fyrir þetta tips  með tóbý inn  Eyþór,  ég er alveg viss um að hann virkar hér eins og allsstaðar,  hann klikkar  aldrei  sá góði spúnn.. ´Ég  á ennþá  einn eða tvo í  boxinu, tek með mér  næst.. og  þá fyrst  byrja nú lætin hér á bryggjunni...

Magnús Guðjónsson, 5.9.2007 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband