Skrítinn afli..

 

 QSS KEMUR FRÁ LAS PALMAS 007

Í dag fór ég niður í Marsa  sem  þíðir í raun höfn á arabísku,  veit ekki hvort þetta er rétt skrifað, ég var þar að bíða eftir skipi sem við eigum sem var að koma úr  slipp á Las Palmas..  Á  meðan ég var að bíða  fór ég að skoða  þess gríðarlega voldugu  hafnargarða sem eru í kring um höfnina og  eru gríðarlega langir og miklir.. Þessir garðar eru byggðír upp úr forsteyptum steypuhlunkum sem raðað er svo saman hverjum ofan á annan í  mörgþúsundatali.  Ég er alveg viss um að þetta eru frábærir brimbrjótar og mjög ganlegir sem slíkir.. En  í  þessum görðum leynist ýmislegt !!  Fjöldi veiðimanna er þarna samankominn allar helgar og kannski oftar og veiðir á stöng eða færi..  Aflavonin hlýtur að vera nokkur því margir stunda þessar veiðar.  Í  dag hitt ég einn ágætan veiðimann og var aflinn kolkrabbi, ekki gat ég spurt  hann hvað hann tók,  en ég nokkuð viss um að það  vara ekki "snælda"  og  ekki heldur rauður Frances með keilu..   Frábær dagur að kveldi  kominn,  til hamingju Guðjón  minn með daginn í dag. 

Alltaf sama góða veðrið  hér  SÓL, SÓL OG SÓL   HAFIÐ ÞAÐ EINS OG ÞIÐ VILJIÐ

Magnús G.  Cool

REX KEMUR 19 MAI 2007 020


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á örugglega eftir að kíkja oft hérna inn, skemmtileg lesning, allt nema þetta óþarfa tal um alla sólina.........

Alda (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 09:32

2 identicon

gaman að lesa þetta pabbi minn, líka gaman hvað þú ert duglegur að setja inn myndir. hlakka til að heimsækja þig í góða veðrið.

Sigrún Ásta (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 13:11

3 Smámynd: Magnús Guðjónsson

Þakka ykkur fyrir heimsóknina á síðuna mína Alda og Sigrún Ásta mín, ég hlakka líka mikið til að fá  ykkur  i heimsóknina hingað til  Laayoune  í Október.  ég lofa sól á  svæðinu..

Magnús Guðjónsson, 4.9.2007 kl. 18:19

4 identicon

Það er gott að geta gengið að því vísu....

Sigrún Ásta (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 18:52

5 identicon

Gaman að lesa skrifin þín, á pottþétt eftir að kíkja oft hérna inn. kveðja úr hafnarfirði.

Magga G (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband