Sunnudagsrúnturinn í 35 ° C / Vin í eyđimörkinni
26.8.2007 | 19:26
Góđan daginn, mćttur aftur viđ tölvuna og nýkominn heim úr sunnudagsrúntinum međ Gumma verkstjóra. Víđ fórum útí litla vin í eyđimörkinni og fengum okkur te sem bođiđ er uppá ţar, ekta Marokkó te sem er bara frábćrt, grćnt te međ Myntulaufi og töluvert af sykri ef vill.. Viđ fórum einnig í smáskođunarferđ um nýju hverfin í Laayoune en gríđarlega miklar byggingaframkvćmdir standa yfir í borginni og held ég bara ađ ţađ sé meira ađ gerast í byggingabransanum hér en á höfuđborgarsvćđinu á Íslandi og er ţá mikiđ sagt. Ég skrapp líka í Stórmarkađinn og keypti mér ýmislegt nauđsynlegt og ónauđsynlegt sem gott er ađ eiga, eins og gengur. Viđ Gummi ćtlum ađ kíkja ađeins á mannlífiđ á High Street í kvöld, en hér gerast hlutirnir ekki fyrr en ađ ţađ fer ađ kólna á kvöldin og og ţá lifnar allt viđ. Er ađ hlusta á Bjarna Fel lýsa ţvi ađ VALUR sé ađ vinna Keflavík og BREIĐABLIK ćtli ađ vinna Víking, ţetta internet er náttúrulega bara yndislegt og léttir manni svo margt. Ég vona bara ađ Valur og Breiđablik vinni í kvöld ţó ađ sé á brattan ađ sćkja eftir ađ Guđmann vara rekinn útaf.
Set inn eina eđa tvćr myndir eftir daginn og biđ og vona ađ allir hafi ţađ eins gott og ţeir vilja.
Magnús G.
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.