Laayoune

Bærinn sem ég  bý  í hér í Marokko  heitir Laayoune  og  er  höfðustaður þessa  hluta  Marokko,  hér  búa  á bilinu 3 - 500.000  manns,  tölur eru aðeins á  reiki  og  reyndar skiptir þetta engu máli í raun.    Fólkið  sem þennan ágæta bæ  byggir er mjög vingjarnlegt  og  vill  allt fyrir mann gera.. 

Bærinn er  hér í miðri Sahara eyðimörkinni  og  ber  auðvitað  keim af því,  mikill sandur og lítill gróður, þó  samt ótrúlega mikill  miðað  við eyðimörk.  Laayoune  þíðir  í  raun uppspretta og  var bærinn nefndur ´þetta vegna ´þess að hér var vatn á einum af fáum stöðum í mörkinni..  Í  útjaðri bærjarins  er  stöðuvatn  og  töluverður gróður  þar í kring..

Alltaf  sama góða veðrið  og  litlar breytingar á því... ósköp notalegt...

Í  gær  varð slys  um borð í einu af skipunum okkar og einn af okkar ágætu starfsmönnum frá Namibíu,  varð fyrir meiðslum,  hann er nú kominn undir læknishendur og  er á góðum batavegi..

Ég  hlakka orðið  mikið til að koma til Íslands í næstu viku  og hitta mína nánustu....

Magnús G.Whistling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband