Þá er maður kominn með sína eigin bloggsíðu...
3.6.2007 | 23:23
Jahá nú er maður kominn með bloggsíðu eins og allir hinir, tilgangurinn er að senda einhverjar smá fréttir af mér héðan frá Marokko á næstunni og skella kannski inn einni og einni mynd..af umhverfinu.. Lífið hér í Laayoune er ansi frábrugðið því sem við eigum að venjast á Íslandi í dag, en hér er gott fólk, vingjarnlegt og hjálpsamt, verkefnið okkar hér gengur vel og það er gríðarega góður andi í hópnum. Við vorum með ekta sjómannadagskaffi í dag, þar sem við hittumst 15 íslendingar og fengum frábærar pönnukökur og alles hjá Kollu og Þóru..
Skemmtileg vika framundan með mikið að skemmtilegum verkefnun..
MG.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.