Dapurlegt

að sjá þessa frétt og er hún í raun dapurlegt framhald á þeirri stöðu sem búið er að setja LHG  í á undanförnum áratugum.  Ég  átti því láni að fagna að fá tækifæri til að starfa hjá LHG þegar ég var unglingur og fram undir tvítugt.  Ég minnist þess tíma með miklu þakklæti, enda var nóg að gera á þeim árum þegar við börðumst fyrir yfirráðum yfir auðlindinni okkar, fiskinum í sjónum.  Nú þegar þessi auðlind verður hugsanlega sú verðmætasta til skamms tíma,  þá er ekki rétt að skerða rekstur LHG meira.  Þessar aðgerðir tel ég að séu staðfesting á tengslaleysi Ríkisstjórnarinnar og einstakra ráherra við raunveruleikann.  Mig langar að minna á að margir þeirra sem hugsanlega fá uppsagnarbréf núna lögðu sig í lífshættu,  fyrir rúmum 30 árum til að brjóta yfirgang og hroka BRETA á bak aftur.  Ég sendi starfsmönnum LHG  allar mínar bestu hugsanir og óskir og vona að menn átti sig áður en það er um seinan. 

  


mbl.is Uppsagnir hjá Gæslunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. janúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband