Leiðinlegt að tapa þessum leik
10.9.2008 | 23:43
en það var stór stund hjá nokkrum ungum knattspyrnumönnum í Laugardalnum í kvöld þegar þeir fengu að leiða leikmenn liðanna inná völlinn..
Smelli inn tveimur myndum frá leiknum í kvöld;
Hákon leiddi leikmann nr. 8 hjá Skotum
Hér eru bæði liðin og allir krakkarnir, þar af 3 félagar Hákonar úr Breiðablik, Kristófer, Alfons og Pétur.
Þetta var skemmtilegt augnablik og vonandi á ég eftir að sjá Hákon ganga inná Laugardalsvöllinn aftur eftir nokkur ár og þá til að spila fyrir Íslands hönd, hver veit ?
Hafðu það eins og þú vilt
Magnús G.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Leikur í kvöld
10.9.2008 | 12:18
Ég tek undir með Ólafi Stefánssyni, það eru forréttindi að vera Íslendingur. #How do you like Iceland" spyrjum við oft gesti og sérstaklega fræga gesti sem sækja okkur heim og við viljum bara heyra að fólki líki vel við land og þjóð, hver vill það ekki ? Þetta er ekkert öðruvísi hér en annarsstaðar, ég hef verið svo lánssamur að búa í þremur erlendum löndum, Englandi og tveimur Afríkuríkjum, Namibíu og Marokkó. Það eru alveg sömu spurningar sem íbúar þessara landa spurðu mig gestinn, How do you like .......... og auðvitað viltu þeir bara heyra eitthvað gott til að auka þjóðarstoltið sitt.
En í hverju felast forréttindin? Í mínum huga fyrst og fremst í aðgengi að þjónustu hverju nafni sem hún nefnist, hvort sem hún er rekin af hinu opinbera, sveitarfélögum eða fyrirtækjum og einstaklingum. Samfélaginu, náttúru landsins og umhverfinu öllu. Ágætur samstarfsmaður minn til nokkurra ári sagði eitt sinn við mig að Ísland væri land fyrir stráka með dellur. Stangveiði, skotveiði, sjóstöng ekkert mál, vélsleðaferðir, motorcross, vatnasport, hraðbátar, selglbátar, ekkert mál. Fjallgöngur, göngur um óbyggðir, útlegur um sumar og vetur, jeppaferðir yfir ár og á jöklum. Hjólreiðar á þjóðvegum og vegleysum, allt í boði. Sem betur fer eru líka til stelpur sem hafa sömu dellur og strákar þannig að þetta er land fyrir alla. Hugsið ykkur alla uppbygginguna í Íþróttamannvirkjum á síðustu 10 árum, Knatthúsin, íþróttahúsin, sudlaugarnar, göngustígana, heilusræktarstöðvarnar, ótrúlegt.
Það eru auðvitað forréttindi að vera Íslendingur og það veit maður svo vel þegar maður hefur búið annarsstaðar. En að leiknum í kvöld, ég fæ að upplifa forréttindi af því að ég ætla að fara með góðan vin minn sem bundinn er við hjólastól/rafskutlu á leikinn og KSÍ býður okkur báðum á leikinn endurgjaldslaust og það er hluti af þessum forréttindum að vera Íslendingur. Takk KSÍ fyrir þetta frábæra boð.
Ég fæ reyndar líka sérstakt tækifæri til að vera stoltur faðir í kvöld því að yngri sonur minn fær að leiða einhvern leikmann Íslands eða Skotlands inná völlinn í kvöld og ekki var laust við að minn maður væri spenntur í morgun og pælingar um á hverjum hann myndi lenda.
Ég er viss um að Íslenska landsliðið í fótbolta gefur okkur ærna ástæðu til að njóta þeirra forréttinda að vera Íslendingar í kvöld, eins og þeir gerðu svo eftirminnilega á laugardaginn í Osló.
Hafið það eins og þið viljið
Áfram Ísland.
Magnús G.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)