Því miður

varð ég að loka fyrir gestabókina á síðunni minni og  einnig fyrir athugasemdir við bloggfærslurnar, vegna óskemmtilegrar reynslu sem ég varð fyrir hér á síðunni í gær.  Ákveðinn einstaklingur sem tæplega hefur verið með sjálfum sér setti inn færslu í gestabókina mína og af tillitssemi við þennan einstakling og þá sem hann vitnaði í ákvað ég að fjarlægja færsluna og takmarka aðganginn.  Ég vona að þið sem eruð að skoða síðuna mína verðið ekki fyrir óþægindum vegna þessa.   Þessi síða mín á að vera til gamans en ekki vettvangur fyrir skítkast og lygar um fólk.

Ég  held að orðatiltæki dagsins hljóti að vera;  Það er oft gott að þegja og vera talinn heimskur, en tala og  taka af allan vafa.

Þakka ykkur fyrir skilninginn og hafið það eins og þið viljið.

Magnús G. Angry

Óþekki maðurinn


September

er klárlega mánuðrinn minn og  ég er glaður að hann er byrjaður og ekki byrjar hann leiðinlega, veðrið er frábært eins og svo oft í september.  Í  kvöld verður undanúrslitaleikur í bikarnum og  liðið mitt er að spila og ég hef fulla trú á að þeir fari í úrslitin núna.. Áfram Breiðablilk. Mánuðurinn er fullur af merkisdögum fyrir mig og mína, ég og börnin mín tvö eldri eigum afmæli í mánuðinum, ég ætla vestur að keppa í þríþraut og vonandi austur líka í framhaldinu.  Það verður Mega sportráðstefna í Háskólabíó á afmælisdaginn minn,  það verður Galadinner daginn áður.  Mér sýnist september vera orðinn fullur af skemmtilegum uppákomum núþegar og ég veit að ég kem vel útúr þessum september og hann á eftir að færa mér mikla gæfu. 

Byrjaði mánuðinn á því að hjóla í gegnum Heiðmörkina í morgun og ég get ekkert lýst því hvernig það var, eins og veðrið var í morgun, þið verðið bara að prófa og upplifa sjálf.

Hafið það eins og þið viljið í september.

Magnús G. Whistling


Bloggfærslur 1. september 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband