Vonbrigði

Ég hef nú aldrei haft neitt sérstakt dálæti á DV, en ég hélt að Reynir Traustason sem ég þekkti ágætlega hér áður fyrr léti ekki ekki svona hluti henda sig.  Ég  held að Reynir sé rúinn trausti almennings eftir þessa uppákomu.  Blaðamaðurinn brást auðvitað trausti Reynis og braut trúnað við hann samkvæmt því sem ég hef heyrt.  Hvaða blaðamaður hefur ekki brotið "trúnað" þegar hann getur komið með jafnmikla frétt og þá að aðal og frægasti rannsóknarblaðamaður samtímans og núverandi ritstjóri DV stöðvar óþægilegar fréttir.  

Ég verð nú að segja að ég hélt að Reynir léti þetta ekki henda sig.  Ég ætla ekkert að ráðleggja Reyni hann er alveg maður til að taka rétta ákvörðun fyrir sig i þessu máli.

  Reynir Traustason, ritstjóri DV


mbl.is Íhugar málsókn gegn Kastljósi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. desember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband