Íshokkí er íþrótt sem ég er kynnast
15.11.2008 | 23:47
þessa dagana í gegnum yngri son minn sem er byrjaður að æfa aftur með SR (Skautafélagi Reykjavíkur). Nú um helgina er mót og hefur þeim í 5 flokki B gengið mjög vel, unnið 2 leiki og gert einn jafntefli. Næsti leikur verður kl 0730 í fyrramálið (þetta er náttúrulega íþrótt fyrir töffara og þessvegna mæta menn á þessum tíma), mæting kl. 0700 og ekki veitir af til að klæða sig í allar brynjurnar og varnarbúnaðinn. Ég er aðeins að byrja að skilja íshokkí og reglurnar sem þeir spila eftir. Þetta er náttúrulega eins og allar keppnisíþróttir mjög spennandi.
Smelli inn mynd af drengnum í gallanum ..
Hafið það annars eins og þið viljið
Magnús G.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)