Og hvað er þá til ráða annað en að byrja að læra frönsku ? ekkert annað og þess vegna byrjaði ég í fyrsta frönskutímanum í kvöld kl. 1900 og fyrir þá sem vilja vita það, þá var sá tími ekki yfir kertaljósi. Þetta var hardcore kennslustund og lærði ég bara þó nokkuð í frösku á þessum rúma klukkutíma og mér líst vel á framhaldið.. Kennarinn minn heitir AHLAM sem merkir draumur og þessi unga kona er algjör draumur, nýbúin að læra til kennara og flutti hingað til Laayoune fyrir hálfum mánuði. Ahlam er búin að ráða sig hér í Laayoune í 8 ár við kennslu í gagnfræðaskólanum og hún fær 20 % hærri laun hér en fyrir norðan, nokkurskonar staðaruppbót vegna fjarlægðar frá helstu þjónustumiðstöðvum Marokkó.. Kannski eitthvað sem við ættum að taka upp á Íslandi. Það eru nú nokkur ár síðan ég sat síðast á skólabekk og það var skemmtileg upplifun að sitja einn í kennslu"stofunni" og læra þetta framandi tungumál sem franskan er fyrir mér.. en ég er nú frá Fáskrúðsfirði hinum franska, þannig að ég bara verð að spjara mig og svo bjó ég lengi í Dýrafirði þar sem eru frönsk áhrif líka þannig að þetta hlýtur að steinliggja hjá mér... Annars fer september frábærlega af stað hér í Laayoune, enda ekki við öðru að búast allt komið á fullu ferðina og mikið gaman að vera til.. Kosningafyrirferðin bara eykst með degi hverjum og það á að kjósa á föstudaginn held ég og svo fer Ramadan að byrja í vikunni þar á eftir þá skilst mér að maður fái svolítið að taka á þolinmæðinni, meira en venjulega.
Mjög gott veður í dag Sól og heitt, venst vel þetta veður ..
Hafið það eins og þið viljið
Magnús G.
PS. set inn eina af mér með Fáskrúðsfjörð í baksýn, það er það franskasta sem ég á í bili.
Bloggar | Breytt 6.9.2007 kl. 15:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Gay Pride eða Kosningar...
5.9.2007 | 00:00
Ég lenti í rosalegu í kvöld þegar ég var að koma heim úr vinnunni.. Ég þarf að keyra í ca. hálftíma frá höfninni og heim í Laayoune sem er bærinn sem ég bý í hér í Marokkó. Vegurinn er fyrst sæmilegur og þar er 100 km hámarkshraði og svo lagast vegurinn mikið og verður tvöfaldur svona eins og Keflavíkurvegurinn er að verða og þar er 80 km hámarkshraði, með 60 svona inná milli og þar er hraðinn mældur, nánast alla daga til að auka tekjur lögreglunnar. (Sama aðferð og á Blönduósi) Á miðri leiðinni mæti ég þessari líka litlu bílalestinni, allir með "hazard" ljósin á og flautandi og fólk úti um allt, út um gluggana og á pallbílum og annarstaðar þar sem það gat hangið. Ég hélt fyrst að þetta væri Gleði Ganga (GP) og fór að hugsa, ætli það megi hér, það er svo rosalega margt bannað hér nefnilega.. Ég fór að hugsa aftur, nei þetta getur ekki verið, þeir keyra svo rosalega hratt og það voru líkar allir klæddir, bara svona eins og venjulega, ekkert drag eða neitt svoleiðis. Svo áttaði ég mig, þetta var kosningalest eins stjórnmálaflokksins hér og þetta er siður hjá þeim er mér sagt. Svona draga þeir til sín athyglina og vekja fólk til vitundar um kosningarétt sinn, mjög skemmtileg aðferð, hávaðasöm og fer ekki framhjá neinum sem á veginum verður.. Mér var að detta í hug að segja kannski Guðna frá þessu fyrir næstu kosningar, þannig að hann geti beitt svona erlendum aðferðum í næstu baráttu og keyrt um landið allt, með hávaða og söng og gleði og neitað að gefast upp fyrr en fólk kýs flokkinn. Því miður þá náði ég ekki mynd af þessum herlegheitum enda allir á mikilli ferð bæði ég og þeir... en í staðinn ætla ég að setja eina svona skipstjóramynd af mér inn, því það var nú einu sinni minn stærsti draumur að verða skipstjóri.. Ég tek það fram að ég er í Arsenal bol á myndinni sem var tekin á afmælisdegi Guðjóns míns og klæddist ég þessum bol honum til heiðurs.. annars held ég auðvitað með Breiðablik og Liverpool og líka svolítið með Val af því að Gummi Ben er þar og Willum þjálfar þá.
Hafið það eins og þið viljið
Magnús G..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)