París Afmćli Agadir !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Jćja  ţá  er mađur kominn heim  aftur,  já  heim til Laayoune.   Ţađ  er í  raun  ótrúlegt  hvađ  ţađ er alltaf gott ađ koma heim,  hvar  svo  sem ţađ er á  hverjum tíma..  Ég  var í  viku  í  burtu,  fyrst  nokkra  daga í  París,  fór  ţangađ  á  miđvikudaginn fyrir viku,  hundveikur af flensu og  ég  lá eiginlega  í rúminu fyrsta  sólarhringinn,  sem var  í raun bara ágćtt,  fékk fína hvíld líka útúr ţví.. Ég  var  á  alveg ótrúlegu  hóteli sem heitir Bellechasse  og  hér  fyrir  neđan  er krćkjan á hóteliđ  http://www.lebellechasse.com/introduction_fr.php  sem er  náttúrulega  bara  ótrúleg upplífun ađ gista.. 

Á  afmćlisdaginn  fór  ég  á  eitthvert  flottasta  veitingahús sem ég hef komiđ á,  ţ.e.a.s. maturinn og ţjónustan.  Af  10 mögulegum  fékk  maturinn  11  og  ţjónustan 12,  nei nei  ég er ekkert  međ sólsting,  ţetta var bara svona  frábćrt.  Veitingahúsiđ er í eigu  Hélen  Darroze  sem  er  einhver  allra  besti  matreiđslumađur evrópu  í dag.  Ţetta  var í  raun  bara  upplifun ađ borđa  ţarna og  ég get  mćlt međ ţessu viđ hvern sem er,   Frábćrt  veitingahús..  www.relaischateaux.com/fr/search-book/hotel-restaurant/darroze/

Auk ţessa  borđađi ég  á  elsta  veitingahúsinu í  París  og  öđru  frćgu  Dúfna veitingahúsi  sem  ég  get líka  mćlt  međ  sem ágćtu veitingahúsi  međ  ágćtri ţjónustu..  en  allt  um mat.. ţađ var  enginn skortur á  honum í París..  Ađ öđru  leyti  var París  frábćr  ađ vanda,  veđriđ  yndćlt  sól og  22-25  gráđur alla dagana, frábćrt gönguveđur enda  gekk ég  mikiđ um París  og  kynntist fullt af nýjum  hliđum á henni í  ţessari ferđ..  Frábćrt  afmćli og  frábćr  Parísarferđ  í  frábćrum félagsskap..  Ég  flaug  svo  til  Agadir  á  sunnudaginn  ţar  sem ég  ţurfti  ađ sýsla  nokkur mál  á  mánudag og ţriđjudag  og  kom  svo  heim í  gćrkvöldi..   Ég  kynntist  alveg  nýrri hliđ  á  Ramadan  í  Agadir ţar  sem ég  átti  fund (já viđskiptafund)  mjög  seint  ađ  deginum  og  ég  verđ ađ segja  ađ  mér  leist strax frekar illa  á    ţetta  ţví  mér  fannst  sá  sem ég var ađ  hitta frekar  ör  og  óstöđugur,  enda kom  á  daginn ađ hann missti alveg  stjórn á  sér og  kallađi  mig  öllum illum nöfnum og  hótađi mér  öllu illu og  sagđi mér svo ađ fara  til   ţiđ vitiđ,  pakkađi saman stóđ upp og fór..  Allt  ţetta upphlaup  af ţví ađ ég  stóđ bara á  okkar óskum í  samnigunum..  Um  kvöldiđ  var mér svo bođiđ í  eina af ţessum frábćru  Marokósku veislum  ţar  sem trođiđ er í  mann  mat  ţangađ til mađur er  orđinn fullur af mat...í  orđsins fyllstu merkingu.. Ég  fór  ađ rćđa  uppákomu dagsins  viđ  félaga  minn  og  sagđi  honum ađ mér  ţćtti  svona  frekar leiđinlegt ađ  hafa  svo áhrif  á  ţennan viđsemjanda okkar ađ hann ţyrfti  ađ grípa  í  ţennan orđaforđa  sem hann notađi,  hann sagđi Magnus ţú verđur ađ  skilja  ađ ţađ er RAMADAN   og ţá   mega  menn segja  allt  sem ţeim  dettur  í hug  og  svo  bara afsaka menn ţađ međ Ramadan..   Já  en,,,,,,  ţađ  er  ekkert já  en  í ţessu,   ţetta  bara er  svona  og  ţú verđur bara ađ  lifa viđ ţađ...  OK   sagđi ég  og  ćtla bara  ađ lifa  viđ  ţetta, get  ekki  annađ í  stöđunni,  enda alltí  lagi... 

Franskan  mín  er  alltaf  ađ  verđa  betri og betri  og nú er alveg ađ byrja  tími og  ég  hlakka til ađ mćta í skólann  og  ég  er ánćgđur međ kennarann minn..

Ég  skal svo  reyna ađ vera  duglegri ađ blogga á  nćstunni, allavega  ţangađ til ég  fer til Íslands  á  hitt heimiliđ  mitt í Kópavogi eftir ca.  3 vikur ..  

Svo vil  ţakka öllum fyrir  ađ heimsćkja  síđuna mína  ég  er ferlega stoltur af ţvi hvađ  margir  heimsćkja  síđuna mína  og  sumir  skamma mig fyrir  ađ blogga  ekki meira,  einhverjir hafa ţá gaman af ţessu  bulli  í mér.. 

Hafiđ ţađ eins og ţiđ viljiđ,  hér er sól og blíđa,   SORRY  ćtlađi ekki ađ segja  ţetta 

Myndirnar eru  af stiganum uppí  Sigurbogann  og af  Listakonu á  Signubökkum  og ég keypti af henni vatnslitamynd, mjög  flotta  af húshluta sem stendur á árbakkanum..

Sjáumust  París 2007 ofl. 111 París 2007 ofl. 086

Magnús G.. Sick


Bloggfćrslur 26. september 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband