Að taka ábyrgð á sjálfum sér og börnunum okkar...

Það  að  taka ábyrgð á sjálfum  sér hefur verið mér  hugleikið  að  undanförnu og  er nú  ýmislegt  sem  upp í  hugann,  eins og  andlegt og líkamlegt atgervi,  holdarfar,  reykingar,  áfengisdrykkja,   ástundun í  námi og  vinnu og  síðast  en ekki síst  umhyggja og ábyrgð  á  börnunum okkar..    Af  hverju er  ég  nú að velta  þessu  fyrir  mér  hér í  eyðimörkinni  á  meðan  landar mínir  eru á  fullu í  jólastressinu og  hendast á  milli  Kringlunnar og  Smáralindar að  skoða  piparkökuhús eða hitta ameríska  Coka  Cola  jólasveina.  Auðvitað  á þetta ekki við um þá  sem búa á  landsbyggðinni  þ.e.a.s.  a.m.k.  ekki þá  sem búa  fyrir austan og vestan þeir skjótast  ekki í  Kringluna um hverja helgi og  njóta því  fjarlægðarverndar..  En  að  efninu,  oft  heyrir  maður einhvern  segja, ég  lenti  í þvi  að vera  rekinn úr  skólanum,  eða ég lenti í því  að missa bílprófið  (helv. löggan tók mig)  og svo mætti  lengi  telja,  í  stað  þess að segja  ég  kom mér  í þessar aðstæður og  tek  ábyrgð á  gjörðum mínum  og  breyti  öðruvísi næst, þannig að sagan endurtaki sig ekki og  lifa  þannig ábyrgu lífi.   En  það  sem  er  mér hugleiknast þessa dagana er  ábyrgði á  eigin heilsu og heilsu barnanna okkar á Íslandi.    Ég  var  svo  heppinn að engill settist á  öxlina á  mér  fyrir  rúmum 5 árum,  hvíslaði einhverju í eyrað á  mér, sem ég hlustaði á   og  síðan hefur heilsa  mín bæði andleg og líkamleg  tekið  slíkum stakkaskiptum að ég  trúi  því  varla  sjálfur að hægt sé uppskera  jafn mikið  á  jafn stuttum tima  og  5 árum.  Góð heilsa og  heilbrigður lífstíll  verður mér  æ  hugleiknari af  þvi  að  uppskeran  tekur engan  enda  og  alltaf  er  að koma meira  í hús  efitir því sem tíminn líður.  Það er mér alltaf  erfiðara og  erfiðara  að  sjá  vini og kunningja  sem eru að eldast  eins og  ég og eru enn í  þessum gamla  óholla  lífsstíl,  reykja,  drekka of mikið  af  kaffi og  áfengi,  eru 10 - 30 kg. of  þungir,  alltaf þreyttir, með slen og orkulausir  og þrá  sófann sinn   eftir  vinnu.  Við  verðum að taka  ábyrgð á  okkur,  ef  ekki okkar vegna  þá  barnanna okkar vegna, því  þau eiga  rétt á því að  hafa okkur í formi  eins  lengi og kostur er..   Það ergir  mig  einnig mjög  að  horfa uppá  Íslensk börn og  unglinga,  vera komin  í  þá  stöðu  að vera í hópi  feitustu  barna í heimi  og við þessi  vel menntaða þjóð  horfum á  og  gerum ekkert í  málinu.   Tökum nú ábyrgð á börnum  okkar og  nærum  þau  rétt svo  þau eigi  skemmtilegt  líf  framundan, full af orku og til í hvað sem er...  Mér  svona  datt þetta í  hug  af  því að  ég  hef  bara séð eitt barn  hér í  Sahara eyðimörkinni  sem er  of þungt..   Það er ýmislegt sem manni dettur í hug þegar maður er einn i eyðimörkinni..

Hafið það eins og þið viljið

Magnús G..  Wink

WTS DUBLIN  2007 009

 


Bloggfærslur 9. desember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband