Að segja satt eða segja það sem hlustandinn vill heyra....

Þetta  er  mér  hugleikið  nú um stundir,  af  gefnu tilefni.  Hér  í  þessu samfélagi verður  maður oft  fyrir þvi að  manni  er  sagt það sem "segjandinn"  heldur að maður vilji  heyra og  þá  heldur hann að allir séu ánægðir og glaðir og  verði þannig um alla tíð...Þetta  er  nú  stundum kallað  lýgi og  eða hvít  lýgi  ef  þetta er ekki mjö alvarlegt og  eða hagræðing á  sannleikanum og svo framvegis..  Mér var tamið í  uppeldinu að vera heiðarlegur og segja satt, þó að það væri kannski ekki alltaf  auðvelt eða þægilegt  og  þessum lífsreglum hef ég fylgt  nánast  undantekningalaust.   Ég  hef  reynt að framlengja  þessi  gildi til barnanna minna og  það  hefur tekist vel..  Ég  mun aldrei refsa  þeim og eða neinum fyrir að  segja sannleikann,  einfaldlega  vegna þess að ef maður refsar þeim sem segir sannleikann,  þá fer hann að segja það sem þú vilt heyra  og  allt  fer í vitleysu og  engu er  að treysta  lengur.  Ég  hef  ákveðið að segja bara alltaf  satt, það er svo miklu einfaldara.

Hafið það eins og þið viljið

Magnús G. Cool


Bloggfærslur 4. desember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband