Tölvupósturinn....fjórði hluti......

Ég  er  að byrja að fá höfnunartilfinningu,  það eru bara  3  póstar  komnir síðan í morgun og enginn í  rúma 4  tíma..  kannski  er  bara  búið  að  taka  á  Case  Number XXXXX  hjá  stóra  fyrirtækinu  sem  hýsir netfang  sendandans.  Annars  verð  ég að segja  frá  smá  uppákomum  í  gær og  í  dag  hér í  eyðimörkinni.    Í  gær  elduðum við  kæsta  skötu  hér og  hrikalega var  hún góð með hamsatólg  og alles,  klikkar  aldrei  skatan  sama  hvar  maður er.   Svo  ætluðum að við elda  ferska tindabykkju í  kvöld  og  þegar  búið  var  gera  allt  klárt í  eldhúsinu og  tindabykkjan kom þá  reyndust  tindbykkjubörðin  vera  kjúklingabringur   og  þær voru frábærar.   Annars  verður spennandi  að  fylgjast með  því hvort  tölvupósturinn kemur aftur  eða  hvort hann er dauður úr  öllum  æðum..   það  koma  frekari fréttir  á  morgun......

Hafið það eins og  þið  viljið 

Magnús G.  LoL 


Tölvupósturinn...... Þriðji hluti......

Case  number   XXXXX   er  enn í úrlausn  og  ekkert  bólar á  úrlausn  frá  stóra fyrirtækinu  ennþá,  það  biðu   10  póstar  í  pósthólfinu í morgun  sem voru 270  megabite  og  voru allir sendir  miðvikudaginn s.l.  kl.  1607...  Þetta  er  heldur einfaldara  hjá mér  heldur en hjá Skrámi  vini mínum,   það  var svo  mikill  sóðaskapur hjá honum,  en  ég er búinn að reikna það út að ég er búinn að fá miklu  meira heldur hann  fékk um árið,   ég er  búinn að fá  núna  yfir 50  tölvupósta  sem eru næstum  1500  megabite..  og  allt þetta bara á  rúmum 3 sólarhringum..   Annars  hef ég það gott.  hér er allt að  falla í  mikið  dúnalogn  vegna hátíðar lambsins  sem nú  ber uppá  21.  desember   og  eins og  hjá okkur  á jólum,  þá  sameinast  fjölskyldur á  þessum  tíma.   Mjög  margir  eru farnir norður  í  land  og koma ekki  aftur fyrr  en  27.  desember og þá  byrjar  allt  að komast í fastar skorður aftur.   Hér  er  búið  að vera hlýtt undanfarna daga  enda  austanvindur sem kemur beint innan  úr eyðimörkinni....Ég  hlakka orðið mikið til að koma  heim í vikunni og  ég  verð að segja að ég er  mjög  spenntur fyrir fimmtudeginum  því  þá  útskrifast  hann Guðjón minn sem stúdent  frá MK  og  mikið  er ég stoltur  af  honum.   Ég  hlakka  til jólanna  eins og alltaf  og  það  verður gaman og  gefandi  að fá að  njóta  tímans með  börnunum  á  þessari  miklu fjölskylduhátíð..    Ég  mun  halda ykkur upplýstum um Case  Number XXXXX,  í  samræmi við  framgang  málsins  ... 

Hafið það eins og þið viljið 

Magnús G..Cool


Bloggfærslur 15. desember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband