Tölvupósturinn....annar hluti.....
14.12.2007 | 13:06
Litlar breytingar hafa orðið á og þó tölvupósturinn kemur ekki alveg eins oft og á tímabili, kannski að hann hafi lent í veðrinu og honum gangi illa að berjast á móti rokinu sem skekur allt og feykir öllu um koll þessa stundina. Það er bara ágætt í logninu og 27 gráðunum hér á meðan þetta gengur yfir Ísland.. En Tölvupósts dramað er búið að fá Málsnúmer hjá hýsi sendandans og var það staðfest við mig með tölvupósti í morgun... Ég róaðist rosalega við að þetta er komið með málsnúmer og að það á að fara að vinna í málinu og ég sem hélt að það væri bara skrifræði hér í Afríku.. en ég er bjartsýnn að eðlisfari og stóra fyrirtækið fær að njóta vafans alveg þar til þolinmæðin brestur eða þeir bara klára sig af málinu.. Skrámur er mér ennþá hugleikinn... meira seinna ................
Hafið það eins og þið viljið
Magnús G.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)