Til hamingju Vestfirðingar/Dýrfirðingar

Ég minnist þess vel þegar ég bjó á Þingeyri á árum áður hvað það var alltaf mikill merkisdagur þegar opnað var vestur yfir heiðar.  Vonandi losnið þið við þennan farartálma þegar Dýrafjarðargöng verða loksins gerð öllum Vestfiðingum til hagsbótar..   Enn og aftur til hamingju með daginn..
mbl.is Búið að opna Hrafnseyrarheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hagfræði andskotans

er grein í Fréttablaðinu í dag þar sem Gunnar Tómasson hagfræðingur skrifar m.a.,  "Þar er því hagfræði andskotans, sem svo kallast, að segja það réttlætanlegt að láta þá sem sætt hafa upptöku eigna á þennan hátt greiða verðtryggingu á útistandandi skuldum - og bera þannig tvöfaldan skaða meðan lánadrottnar þeirra bíða einungis einfaldan skaða.   Hér er Gunnar að lýsa þeirra stöðu sem upp er komin á Íslandi, hjá almenningi og fyrirtækjum.  Ég  reyndar tel að afleiðingarnar fyrir þúsundir fólks núþegar, sem er atvinnulaust, vegna sömu ástæðna sé ekki bara tvöfalt heldur þre-fjór eða fimmfalt.   Sú hagfræði andskotans sem ríksstjórnarflokkarnir ætla að bjóða þjóðinni uppá eftir kosningar, komist þeir til valda,  er þessari þjóð ekki boðleg. 

Einu raunhæfu tillögurnar sem fram hafa komið, tillögur að varanlegum lausnum fyrir langflesta, eru frá Framsóknarflokknum.  Þessar tillögur eru í 18 liðum og eru aðgengilegar á heimasíðu flokksins á www.framsokn.is  Það hallar hinsvegar því miður svo hratt undan fæti þessa dagana að sumar af þessu róttæku tillögum framsóknarflokksins eru að verða úreltar og þarf bara að benda á hækkun gengisvísitölunnar undanfarnar tvær vikur og  áframhaldandi okurvexti sem enginn skilur neitt í.  

Ég óttast stórlega að ef okkur verður boðið uppá það vonleysi sem Hagfræði andskotans er, muni þessi þjóð standa frammi fyrir því að hér verði "Brain Drain"  þ.e.a.s. best menntaða, hæfasta og áræðnasta fólkið fari úr landi og komi  sér fyrir annarsstaðar til frambúðar og það yrði óbætanlegt fyrir þjóðina. 

Það verður kosið milli tveggja kosta um aðra helgi  sjá myndband;  http://www.youtube.com/watch?v=FeWSnGzHjaQ


Alvöru Samhjálp

er hér á ferðinni hjá Samhjálp.  Ég  get ekki annað en dáðst að því starfi sem unnið er af þessum frábæru stofnunum sem leggja sig fram við að aðstoða þá sem hafa ratað út af brautinni vegna veikinda eins og fram koma í þessari frétt.  Sérstaklega gott finnst mér að sjá að æskufélagi minn og sveitungi skuli eiga skjól hjá Samhjálp.   Vilhjálmur Svan og hans líkir eiga mikinn heiður skilinn fyrir sín störf ..
mbl.is Metaðsókn í ókeypis súpu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki grunaði mig að

Nýja Kaupþing stæði svona tæpt, að það gæti bara hugsanlega fellt þá að viðskiptvinir gamla SPRON myndu vilja fara yfir í annan banka.  Staðan er greinilega tæpari en forysturmenn í Ríkisstjórninni hafa viljað láta í ljós í aðdraganda kosninga. 
mbl.is Óttast áhlaup á Kaupþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skuldir verða færðar niður

Það er ljóst að gríðarleg skuldaniðurfærsla á sér stað þessa dagana og gríðarlegir fjármunir eiga eftir að tapast í þeim gjaldþrotum nú eru til meðferðar hjá skiptastjórum og í þeim gjaldþrotum sem framundan eru og eru óumflýjanleg við óbreytt ástand.  Það er mörgum hulin ráðgáta afhverju Samfylkingin "Jafnaðarmannaflokkur Íslands"  flokkur sem kennir sig við alþýðu landsins  vill ekki skoða þá tillögu sem jafnar stöðu alþýðunnar í landinu.   Tillaga Frasóknarflokksins er tilllaga um jöfnuð sem og margar góðar tillögur eins og Borgarahreyfingarinnar  sem er í raun alveg sama tillagan með öðru orðalagi.  Ég  heyrði  ekki þennan þátt á Bylgjunni þar sem Ólína brá fyrir sig ódýrum rökum um hagsmunatengsl SDG við Kögun, reyndar kemur mér það ekki á óvart því auðvitað óttast SF tillögur sem virka fyrir fólkið í landinu.  Gömlu bankarnir þrír sem komnir eru á framfæri skilanefnda og eru í raun gjaldþrota í framhaldi af greiðsluþrotinu sem varð í haust og varð til þess að Ríkið yfirtók starfssemi þeirra.  Mér er sagt að útgefin skuldabréf af þessum "gömlu" bönkum gangi á 1-2 % af nafnverði þeirra sem merkir á mannamáli að þeir eru einskis metnir og þar með allir milljarðarnir sem þeir hafa lánað til húsnæðiskaupa og til fyrirtækja á Íslandi eru einskis virði.

Það hlýtur að vera nokkuð ljóst að lándrottnar Íslensku bankanna sem nú eru fallnir í valinn, gera sér grein fyrir því að gríðalegar niðufærslur munu eiga sér stað, eignir falla í verði sem aldrei áður, fyrirtækin eru að stöðvast mörg hver og eru ekki með greiðslugetu til að greiða upp skuldir sínar og tap verður óflýjanlegt.  Íslenska Ríkið stofnaði þrjá nýja banka í Október á grunni þeirra gömlu yfirtók kröfur bankanna og veitti fólki hliðrun á greiðslum með frystingu.  Afhverju gátu þeir það ?  Vegna þess að það er enginn að krefja þá um greiðslur vegna þess að þeir eru nýir og skudirnar sitja gömlu bönkunum ennþá.  Það mun hinsvegar eiga sér stað yfirfærsla einhverntíma á einhverju gengi,  kannski 50% kannski bara 20%  og  satt að segja held ég að það verði bara nær 20% prósentum sem gengið verður,  alla vega ætti það ekkert að vera hærra. 

Ríkinu er í lófa lagið að færa öll húsnæðislánin í Íbúðalánasjóð á kaupgenginu  þ.e.a.s. 20%  og þannig myndast rúm fyrir 20%  leiðréttingu og jafnvel enn meira ef þörf er á  og  miklu fleira fólki þar með gefinn kostur á að standa við sínar skuldbindingar.  Það sama á við um fyrirtækin ef þau fá ekki leiðréttingu, þá fara á þau á Hausinn með miklu meiri afskriftum og ómældu tjóni fyrir þjóðfélagið í heild. 

Það gengur ekki að fólk sem gefur sig útfyrir að vera jafnaðarmenn gangi erinda kröfuhafanna  og fríi þá allri ábyrgð á óábyrgum lánveitinum og ætlist til að almenningur í landinu beri sökina á þessum óförum öllum einir og sér.  Ég er löngu hættur að skilja fyrir hvað þessi blessaða Samfylking stendur og hvaða hagsmuni hún er að verja og til hvers.   Ég skil alveg Sjálfstæðisflokkinn og fyrir hvað hann stendur enda tala þingmenn hans sumir eins og að sjálfstæðisflokkurinn sé lýðveldið  s.b.r. ræða á Landsfundinum um daginn þar sem einn þingmaðurinn sagði að  Sjálfstæðisflokkurinn mætti aldrei missa tökin á fiskveiðiauðlindinni.

Að lokum þetta,  mér finnst þær hugmyndir sem SF og VG  hafa komið með til hjálpar heimilum og fyrirtækjum í landinu bara alls ekki traustvekjandi og allt of flóknar í framkvæmd ..

 


mbl.is Yfir 1000 hafa sótt um greiðsluaðlögun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað ætla þau að gera

sem mynda þessa ríkisstjórn sem nú situr?  Gera til að fólk missi ekki alla von um framtíð í þessu ágæta landi.  Ég var að horfa á Silfur Egils nú rétt í þessu og hlustaði í á SJS  fjármálaráðherra svara spurningunni um hvað á á gera fyrir heimilin í landinu ?  Það er eitthvað markvisst og hnitmiðað sem þarf að gera, það má alls ekki hlusta á tillögur Framsóknarflokksins, Tryggva Þórs Herbertssonar, Lilju Mósesdóttur, Borgarhreyfingarinnar, hagsmunasamtaka heimilanna um að leiðrétta handvirkt skuldir heimilanna, með einhverskonara niðurfærslu, hvað svo sem við köllum þessa aðgerð.  Á  maður bara að trúa því að þetta fólk sem segist vera félagshyggjufólk og vera í pólitík til að gæta að velferð borgaranna, ætli sér að hunsa allar skynsamlegar og félagslegar tillögur til lausnar fyrir boragana í þessu landi.  Sú félagshyggja sem þetta fólk sýnir okkur í verki þessar vikurnar er ekki sú félagshyggja sem ég vil og örugglega ekki saklaust fólk sem hefur verið rænt.  Fólk þessa lands hefur verið rænt eigum sínum í gegnum vísitölutryggingar sem styðjast við heimatílbúna verðbólgu, gengishrun krónunnar sem féll vegna áhlaups bankanna á krónuna til að framkalla ímyndaðan hagnað í bókum bankanna á síðasta ári í þeirri von að leikurinn gæti haldið áfram.  Að hlusta á talsmann SF  í Silfrinu áðan halda því fram að helstu rökin fyrir því að ekki megi leiðrétta neitt gagnvart heimilinum væri vegna þess  að forsætis, fjármála og viðskiptaráðherrarnir í ríkisstjórninni væru alfarið á móti þessum tillögum sem fram eru komnar, eru léttvæg rök.  Það er farið að fara ótrúlega mikið í taugarnar á mér að hlusta á þetta sama fólk snúa útúr öllum skynsamlegurm tillögum með sömu vitleysisrökunum um að það megi ekki hjálpa neinum sem hugsanlega kannski þarf ekki á því að halda. Afhverju gengur þessi ríkisstjórn ekki fram fyrir skjöldu og sýnir fólki það traust og höfðar til samkenndar fólks sem ekki þarf á niðurskriftum að halda, að það bara afþakki aðstoðina.  Þetta gæti verið stærsta skrefið í því að endurvekja traustið sem nauðsynlegt er að endurvekja í landinu.   Ríkisstjórn Íslands og talmenn þeirrar stefnu sem hún fylgir verða að fara að koma fram með lausnir fyrir fólk sem er að missa vonina eða  brjóta odd af oflæti sínu og nýta sér tillögur annarra sem fram eru komnar.  Það er nefnilega þannig að ef við ætlum að komast útúr þessari kreppu þá þarf fólk að vera í standi andlega og með einhverja von í brjósti til að berjast.  

Þessi blessaða ríkisstjórn virðist því miður vera  VONLAUS og er á góðri leið með að skapa algert vonleysi meðal þjóðarinnar.

Það sem þessi þjóð þarf nú er fyrst og fremst VON og TRAUST  og það skylda stjórnmálamanna sem vilja láta eitthvað eftir sig liggja að leggja sitt að mörkum til að skapa þetta tvennt. 

 


Liverpool eru langbestir

Ótrúlegir yfirburðir á Anfield.   Enn einum stjörunuleiknum að ljúka,   áfram Liverpool. 


Kjarkur

er það sem þarf í stjórnmálum og Kristján Þór hefur hann.  Það ætla ég að vona að hann nái kjöri sem formaður af því að ég held að það yrði gott fyrir þjóðina.

 


mbl.is Kristján Þór í formannskjör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skemmtilegur leikur

og frábært að sjá hvernig ungu mennirnir komu vel inní liðið og léku frábæran handbolta.  Strákarnir Okkar halda áfram að gera mig að stoltum Íslendingi..  Takk fyrir frábæra skemmtun í kvöld..
mbl.is Frábær sigur í Skopje
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju Blikar...

Gott að sigra í þessum leik  til hamingju..
mbl.is Breiðablik lagði Fjölni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband