Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Margt ágætt

er eftir Forsætisráðherranum haft í þessari frétt og ekkert skrítið að hún tali fallega á 17. júní.  Jóhanna bendir á margar hættur sem framundan eru og þær stærstu að mínu mati eru hættan á "landflótta"  að það verði "brain drain"  og margt af okkar best menntaða og kjarkmesta fólki fari úr landi vegna þess að það hefur enga VON. Að fólkið sem er að missa allar eigur sínar og stendur til boða að borga niður glæpsamlegt gáleysi "gömlu bankanna"  og sér ekki fram úr því, til lengri tíma held ég að þetta sé þjóðinni hættulegast og geti orðið til þess að við náum okkur miklu síðar á strik aftur.   Því miður þá gefur Forsætisráðherrann okkur ekki mikla VON,  enda var kannski aldrei við því að búast..   Reyndar hef ég eftir því sem ég eldist og þroskast farið að fylgjast meira með því sem fólk gerir og hlusta minna á það sem það segir og því miður kemur núverandi ríkisstjórn ekki vel útúr því.

Gleðilega hátíð. 


mbl.is Heyjum á ný sjálfstæðisbaráttu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefur Franek mikla reynslu af

skipsstjórn í ólgusjó.  Við erfiðar aðstæður á sjó þarf fólk með kjark og fólk sem þorir að taka óvenjulegar ákvarðanir til að koma í veg fyrir að skipið farist með manni og mús.   Stundum þurfa menn að henda hluta af farminum fyrir borð og skera í burtu óþarfa yfirbyggingu.  En það sem mest er um vert er að bíða ekki of lengi með ákvarðanir og láta reka á reiðanum á meðan eins maður hefur á tilfinningunni að gert sé þessar vikurnar á  M.S.  Íslandi.  Ég hef áhyggjur af því að Capt. Jóhanna sé í besta falli ágætur undirstýrimaður en alls ekki hæf sem skipsstjóri í því óveðri sem geysar og ég er farinn að efast um að lóðsinn frá AGS sé sá besti sem völ er á.  Kannski kemur dráttabáturinn ESB einhvern tíma og tekur okkur í tog þegar þegar við rekum um höfin olíulaus og hungruð af því að Skipstjórinn, lóðsinn og stýrimennirnir höfðu ekki kjark til að taka erfiðar ákvaranir til bjargar skipinu. 
mbl.is Stýra þarf skipinu af varfærni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er lýðræðið í hættu

á Íslandi undir stjórn þessara svokölluðu jafnaðarmanna og velferðarflokka.  Er það nýja stefnan að hleypa ekki að óþægilegum upplýsingum sem sem geta hugsanlega gefið fólki raunsanna mynd af stöðunni en  ekki  þá mynd sem forsjárhyggjufólkið Jóhanna og Steingrímur halda að sé eða vona að sé eða vilja að sé.  Að  beita tólistarhæfileikum sínum með þeim hætti sem Forseti Alþingis gerði í dag er misheppnuð leið til að drepa niður lýðræðið, þangað til allavega, verður lokað fyrir þá möguleika sem við höfum enn til að koma skoðunum okkar á framfæri..  Ég hvet Sigmund Davíð, Tryggva Herbertsson og fleiri raunsæja menn til áframhaldandi dáða í að opna augu fólks fyrir staðreyndum. 

 


mbl.is Einleikur forseta á bjöllu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er erfitt að átta sig á

staðreyndum þessa máls en ég óttast að Eiríkur Bergmann hafi rétt fyrir sér í þessu máli.  Það sem veldur mér síauknum vonbrigðum hjá ríkisstjórninni sem ætlaði að vera "gagnsæ jafnaðarmannstjórn"  er að breytast í einhverja hálfgerða "mafíu"  þar sem ekkert fréttist fyrr en gjört er eins og þessir samningar við Breta og Hollendinga.  Jafnaðarmennskan felst í því að keyra almenning svo neðarlega í skítinn með aðgerðarleysi gagnvart vanda heimilanna að það á sér engin fordæmi.  Þessi ríkisstjórn verður að fara að koma með einhverjar aðgerðir sem færa fólkinu í landinu VON um bjartari framtíð ef hún á verða á vetur setjandi.

 


mbl.is Óskiljanleg ákvörðun stjórnvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjómannadagurinn

er mér alltaf hugleikinn og dregur fram minningar um það þegar ég var á sjó sjálfur og ekki síst um alla þá sem hafa sótt sjó við Íslandsstrendur um aldir og þannig gert þessa þjóð að því sem hún er.  Íslenskir sjómenn eru og hafa alltaf verið til fyrirmyndar og þeir eru afkastameiri en aðrir sjómenn þegar kemur að vinnu.  Ég  hef verið þeirrar  gæfu aðnjótandi alla ævi að tengjast sjónum og sjómönnum með beinum eða óbeinum hætti í uppvexti mínum og við þau störf sem ég hef valið mér að sinna.   

Ég óska öllum sjómönnum og fjölskyldum þeirra innilega til hamingju með daginn. 

 

Í vikunni fór ég með góðvini mínum og sjómanninum Magnúsi Þórarinssyni og Steinari syni hans uppá Arnarvatnsheiði til veiða og útiveru.   Við áttum stórkostlegan tíma á heiðinni í frábæru veðri og aðstæðum til veiða og útiveru.  Oft höfum við fengið fleiri fiska en nú en samt var aflinn ágætur, 9 fiskar í allt og af þeim fékk ég fjóra á nýju flugustöngina mína   Sage  Fli  nr. 4  sem er gríðarlega skemmtileg stöng í silungsveiði.  Það besta við svona ferðir í ósnortinni náttúrunni  er  að maður hreinsar hugann og tekur á því líkamlega og endurnærist einhvernveginn andlega. Á Arnarvatnsheiðinni hugasar maður ekki um útrásarvíkinga, stýrivexti, eignaupptöku eða annað sem tengist "kreppunni"  maður nýtur þess bara að vera til. 

Set inn tvær myndir;  önnur af Magnúsi Þórarinssyni að landa  3 punda urriða og hina af ca. 3 punda bleikju sem ég fékk á bleikan nobbler, báðir fiskarnir veiddir ofarlega í Austurá.

Maggi THArnarvatnsheiði Júní 2009 015


Reyndur og farsæll

maður Angantýr Valur.  Ég er sannfærður um að SPKEF  mun verða í góðum höndum Anagantýs.  Ég vona bara að þessi blessaða ríkisstjórn fari að koma fótunum undir bankakerfi landsins sem er allt meira og minna óstarfhæft og getur illa eða ekki veitt fyrirtækjum og fólki nauðsynlega þjónustu. 


mbl.is Sparisjóðsstjóraskipti í Keflavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband