Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla
2.1.2010 | 19:00
Um leið og ég óska ykkur öllum gleðilegs árs með þakklæti fyrir það liðna þá langar mig að segja ykkur að ég er bjartsýnn á framtíð Íslensku þjóðarinnar þrátt fyrir Icesave, núverandi ríkisstjórn og mikla óvissu. Það er margsannað að Eyjaskeggjar eins og Íslendingar eru miklu sveigjanlegri og kraftmeiri en meginlandsíbúar og þess vegna munum við aðlaga okkur að þessum aðstæðum betur og fyrr en aðrir geta. Við höfum framtíðina okkar, hvert og eitt, í eigin höndum alveg sama hver er í ríkisstjórn og hver situr á Bessastöðum. Við ráðum okkar eigin hugsunum og viðhorfi til lífsins og það eru fyrst og fremst hugsanir og viðhorf sem mun koma okkur útúr þeim erfiðleikum sem að steðja og sveigjanleikinn er hér. Tökum höndum saman og vinnum okkur sameiginlega útúr erfiðleikunum, hættum að óskapast yfir þeim ólánsmönnum sem fóru illa með það traust sem þjóðin sýndi þeim, hvort sem þeir voru þingmenn, ráðherrar eða athafnamenn (útrásarvíkingar), þeir brugðust og það verður ekki afturtekið og við sitjum uppi með afleiðingarnar. Ég hef trú á að við munum sjá margt jákvætt gerast á nýja árinu og framtíðarsýnin muni skýrast. Tökum höndum saman og vinnum okkur saman útúr þessum aðstæðum sem virðast svo erfiðar um stund.
Hafið það annars eins og þið viljið
Magnús G.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.