Sorg eða sigur

Ég varð vitni að því í beinni útsendingu áðan að Alþingi samþykkti Icesave frumvarpið með knöppum meirihluta og einhvernveginn fann ég til sorgar innra með mér.  Mér finnst eins og verið sé að leggja á mig og börnin mín byrðar sem við höfum alls ekki unnið fyrir á nokkurn hátt, né aðrir saklausir Íslendingar.  Svokallaðir stjórnarþingmenn lýsa yfir miklum sigri og telja sig hafa unnið mikið þrekvirki í að bæta stöðu landsins og þjóðarinnar á alþjóðavettvangi.  Reyndar verður maður að hafa í huga að þjóðin fær ekki betri ríkisstjórn en hún kýs yfir sig og vissulega hlaut þessi stjórnarmeirihluti lýðræðislega kosningu.  Ég er samt sorgmæddur yfir endalokum þessa máls en bjartsýnn á framtíðina og ég er svo heppinn að mín framtíð er í mínum höndum en ekki ríkisstjórnarinnar. 

Gleðilegt nýtt ár Wizard


mbl.is Alþingi samþykkti Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband