Hefur Franek mikla reynslu af

skipsstjórn í ólgusjó.  Við erfiðar aðstæður á sjó þarf fólk með kjark og fólk sem þorir að taka óvenjulegar ákvarðanir til að koma í veg fyrir að skipið farist með manni og mús.   Stundum þurfa menn að henda hluta af farminum fyrir borð og skera í burtu óþarfa yfirbyggingu.  En það sem mest er um vert er að bíða ekki of lengi með ákvarðanir og láta reka á reiðanum á meðan eins maður hefur á tilfinningunni að gert sé þessar vikurnar á  M.S.  Íslandi.  Ég hef áhyggjur af því að Capt. Jóhanna sé í besta falli ágætur undirstýrimaður en alls ekki hæf sem skipsstjóri í því óveðri sem geysar og ég er farinn að efast um að lóðsinn frá AGS sé sá besti sem völ er á.  Kannski kemur dráttabáturinn ESB einhvern tíma og tekur okkur í tog þegar þegar við rekum um höfin olíulaus og hungruð af því að Skipstjórinn, lóðsinn og stýrimennirnir höfðu ekki kjark til að taka erfiðar ákvaranir til bjargar skipinu. 
mbl.is Stýra þarf skipinu af varfærni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dante

Dráttarbáturinn ESB mun koma en það verður einungis til að hirða verðmætin úr flakinu.

Þeim er skít sama um áhafnarmeðlimina og farþega. Þeir mega drukkna.

Sad and simple.

Dante, 16.6.2009 kl. 17:48

2 identicon

Sem betur fer eru þau Jóhanna og Steingrímur með gott fólk sér til aðstoðar eins og Franek sem er alvanur að styðja við þjóðir þar sem allt er í rjúkandi rúst eftir nýfrjálshyggju og hömlulausa heimsku.

Sem betur fer eru ekki frjálshyggjupostular Sjálfstæðisflokksins sem komu landinu í þrot við völd

Ragnar (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 19:25

3 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Blessaður félagi og takk fyrir síðast.

Ég held ég verði að vera þér algerlega ósammála núna, tek frekar aðeins undir með honum Ragnari. Ég sé ekki, af þessu liði jólasveina, að ég ekki nefni þennan kjána og gapuxa Framsóknar, neinn annan nothæfan skipstjóra. Ef Jóhanna, með Uxaskalla sér við hlið kemur okkur ekki útúr þessu veðri, þá verða ekki aðrir til þess.

Og hana nú. En ég ætla að halda mig við þá Nora, mér líst best á að fara bara undir kónginn hérna aftur. Þessu verður ekki náð uppúr skítnum þarna í minni tíð, held ég. Nema ég verði 100 ára og það ætla ég að vona að ekki standi til....

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 16.6.2009 kl. 20:06

4 Smámynd: Magnús Guðjónsson

Gott væri Ragnar og Hafsteinn að þið hefðuð rétt fyrir ykkur, því mér er alveg sama hvaðan gott kemur ef það bara kemur.   Ég hinsvegar hef ekki fengið ástæðu til að ætla að Jóhanna og hennar lið sé á réttri leið, kannski vegna þess að öllu er haldið leyndu og maður veit ekkert.  Tíminn mun leiða það í ljós hvort Jóhanna var fær um að klára þetta mál,  en eitt er víst að henni er veitt öflug stjórnarandstaða og það hefðu hún og Steingrímur Joð betur gert þegar þau voru í stjórnarandstöðu eins og þeim bar að gera.  Það verður að halda því til haga að þau bera miklu meiri ábyrgð á stöðu landsins heldur en þingmenn sem settust á þing í vor.    

Magnús Guðjónsson, 17.6.2009 kl. 12:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband