Sjómannadagurinn

er mér alltaf hugleikinn og dregur fram minningar um það þegar ég var á sjó sjálfur og ekki síst um alla þá sem hafa sótt sjó við Íslandsstrendur um aldir og þannig gert þessa þjóð að því sem hún er.  Íslenskir sjómenn eru og hafa alltaf verið til fyrirmyndar og þeir eru afkastameiri en aðrir sjómenn þegar kemur að vinnu.  Ég  hef verið þeirrar  gæfu aðnjótandi alla ævi að tengjast sjónum og sjómönnum með beinum eða óbeinum hætti í uppvexti mínum og við þau störf sem ég hef valið mér að sinna.   

Ég óska öllum sjómönnum og fjölskyldum þeirra innilega til hamingju með daginn. 

 

Í vikunni fór ég með góðvini mínum og sjómanninum Magnúsi Þórarinssyni og Steinari syni hans uppá Arnarvatnsheiði til veiða og útiveru.   Við áttum stórkostlegan tíma á heiðinni í frábæru veðri og aðstæðum til veiða og útiveru.  Oft höfum við fengið fleiri fiska en nú en samt var aflinn ágætur, 9 fiskar í allt og af þeim fékk ég fjóra á nýju flugustöngina mína   Sage  Fli  nr. 4  sem er gríðarlega skemmtileg stöng í silungsveiði.  Það besta við svona ferðir í ósnortinni náttúrunni  er  að maður hreinsar hugann og tekur á því líkamlega og endurnærist einhvernveginn andlega. Á Arnarvatnsheiðinni hugasar maður ekki um útrásarvíkinga, stýrivexti, eignaupptöku eða annað sem tengist "kreppunni"  maður nýtur þess bara að vera til. 

Set inn tvær myndir;  önnur af Magnúsi Þórarinssyni að landa  3 punda urriða og hina af ca. 3 punda bleikju sem ég fékk á bleikan nobbler, báðir fiskarnir veiddir ofarlega í Austurá.

Maggi THArnarvatnsheiði Júní 2009 015


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband