Félagsmálaráðherra í fríi

Skemmtileg skilaboð til þjóðar, þar sem talið er að allt að  80.000 heimili séu tæknilga gjaldþrota, fólk að missa siðustu vonina um að geta haldið heimilum sínum, af því að ekkert bólar á raunhæfum aðgerðum ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri Grænna.  Ég get ekki ímyndað mér að þessi félagsmálaráðherra haldi jobbinu, hún  sem má ekki vera að því að kynna sér tillögur Umboðsmanns neytenda um lausnir, eða tillögur að lausnum til að gefa fólki von um að hægt sé að halda heimilum sínum.  Þessi ríkisstjórn er ævintýralega verklaus og ég held að best sé að boða til kosninga strax aftur, svo fólk fái tækifæri til að velja sér fólk sem nennir að vinna. 

Það verður nóg að gera hjá Seglagerðinni við að sauma tjöld í "Tjaldborgina" sem verður reist í staðinn fyrir "Skjaldborgina" sem átti að reisa um heimilin, ekki getum við eytt gjaldeyri, sem ekki er til, í tjöldin.

Hér fyrir neðan gæti verið tillaga að tjaldblokk uppi á Sandskeiði.

Kannski fær hún Ásta Ragnheiður eða Ragnheiður Ásta eða hvað  hún heitir nú þessi kona sem er félagsmálaráðherrra jobb sem tjaldvörður með haustinu. 

hestamannamot5

Set hér inn Kínverska speki sem á vel við í dag;

"Dig the well before you are thirsty."

Það væri óskandi að Ríkisstjórnin öðlaðist skilning á þessari kínversku speki. 

Annars hef ég það gott  og vona að þið hafið það bara eins og þið viljið

Magnús G. Cool

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband