Ég held því miður

að Haraldur L. Haraldsson hafi rétt fyrir sér og að þær skuldbindingar sem ríkisvaldið er að taka á sig eða er búið að taka á sig vegna gömlu bankanna sem komnir eru í þrot, séu þjóðinni ofviða.

Ég reyndar skil ekki afhverju ríkið er að taka á sig þessar skuldbindingar einkafyrirtækjanna (bankanna), sem ginntu fé af saklausum íbúum vítt og breytt um evrópu til að fjármagna viðskiptaævintýri eigenda sinna.

Ég held að því fyrr sem við semjum við vini okkar og granna um þessar skuldir því betra og þá getum við farið að horfa fram á veginn með bjartsýni og jákvæðni að leiðarljósi.   Það þarf kjark til að horfast í augu við staðreyndir og því fyrr sem kjarkurinn kemur því betra. 

 


mbl.is Erlendar skuldir þjóðinni ofviða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Það er ekki von að þú skiljir þetta, því þetta er rangt hjá Haraldi.  Ríkið er ekki að taka á sig skuldir gömlu bankanna, utan skuldbindinga Tryggingasjóðs innstæðueigenda vegna Icesave.  Gömlu bankarnir eru einkafyrirtæki, hlutafélög með takmarkaðri ábyrgð og ríkið ber ekki ábyrgð á skuldum þeirra, heldur eru það lánardrottnar bankanna sem tapa kröfum sínum á þá, að mestu leyti a.m.k.

Tryggvi Þór Herbertsson var með nokkuð rétta greiningu á þessu í Kastljósi í kvöld.  Nettóskuldir ríkisins verða í lok þessa árs á bilinu 450-600 milljarðar og óvissan er helst í kring um Icesave, þ.e. hversu mikið fæst fyrir eignir gamla Landsbankans upp í þá skuldbindingu.

Sjá nánar í bloggfærslu minni frá 3. febrúar sl. og ítarlega umræðu í athugasemdum með henni.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 17.2.2009 kl. 00:18

2 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Haraldur flokkast í mínum huga með þeim mönnum sem héldu því fram að Hvalfjarðargöngin myndu leggjast saman undan fargi sjávar  og líka þeirra sem héldu því fram að Kárahnjúkavirkjun myndi bresta þegar Hálslón fylltist.   Hann fer á svipaðan hátt með tölur og staðreyndir og áðurgreindir snillingar.

G. Valdimar Valdemarsson, 17.2.2009 kl. 13:56

3 Smámynd: Magnús Guðjónsson

Ég vona svo sannarlega að þið herramenn hafið rétt fyrir ykkur, en ég óttast samt að staðan sé verri en Tryggvi Þór er að lýsa.  Enginn verður glaðari en ég ef Haraldur hefur rangt fyrir sér og Tryggvi rétt....

Magnús Guðjónsson, 17.2.2009 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband