Utanþingsstjórn strax

Afhverju í ósköpunum reynir nú ekki ríkisstjórnin og ríkisstjórnarflokkarnir að sýna okkur smá virðingu, fólkinu í landinu.  Að standa hér í einhverjum hrossakaupum um hver eigi að vera hvað og hver eigi að víkja fyrir hverjum er hreinn dónaskapur við þjóðina.   Ljóst er að leiðtogar ríkisstjórnarinnar eru báðir veikir, ekki veit ég hversu mikið, en ég óttast að það sé alvarlegra en látið er í ljósi.  Því miður treysti ég því ekki að verið sé að segja mér satt um raunveruleg veikindi þessa ágæta fólks.  Það er svo margt sem sagt hefur verið af stjórnvöldum undanfarnar vikur, mánuði og ár sem er tóm vitleysa þegar á reynir. 

Við lögðum til eftirfarandi utanþingsstjórn um daginn og gerum það aftur hér með.

Ólafur Jóhann Ólafsson framkvæmdastjóri,  forsætisráðherra og upplýsingamálaráðherra (PR)

Jón Sigurðsson  fyrrverandi viðskiptaráðherra, seðlabankastjóri og Forstjóri NIB,  utanríkis, dóms og kirkjumálaráðherra. 

Jón Sigurðsson fyrrverandi, seðlabankastjóri, viðskiptaráðherrra og form. Framsóknarflokksins verði, fjármála og viðskiptaráðherra.

Vilhjálmur Egilssson framkvæmdastjóri SA  verði  Sjávarútvegs, landbúnaðar, iðnaðar og umhverfismálaráðherra.

Rannveig Rist  forstjóri Alcan á Íslandi,  verði  heilbrigðis, félags og menntamálaráðherra.

Þessi stjórn á að sitja í umboði alþingis og stjórnmálaflokkarnir eiga að nota tímann til að "taka til heima hjá sér" og setja hagsmuni þjóðarinnar fram yfir flokkshagsmuni og hagsmuni einhverra einstaklinga.   Ég verð eiginlega að segja að mér fannst það hálf ömurlegt að fylgjast með viðbrögðum fjölmiðlamanna við fréttum um veikindi Geirs og hvernig þeir gengu  á erfaprinsa og prinsessur sjálfstæðisflokksins,  nokkrum mínútum eftir þessi tíðindi.  

Það skiptir sem betur fer miklu minna máli fyrir þessa þjóð hver er formaður sjálfstæðisflokksins í framtíðinni,  heldur en verið hefur undanfarið. 

Samfylkingin virðist nú bara hanga saman í kringum Ingibjörgu Sólrúnu  og ekkert annað.  Ég er löngu hættur að botna í þeim og hvaða hagsmuni þeir standa fyrir.   Reyndar verð ég að segja að mér dauðbrá þegar ég sá ISG í sjónvarpinu á Laugardaginn,  hún var ekki mjög frískleg og einhvern veginn fannst mér að hún ætti frekar að hvíla sig. 

Hafið það eins og þið viljið

MG Woundering 


mbl.is Vilja taka að sér verkstjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband