Tíminn er liðinn

sem þessi ríkisstjórn hafði til umráða.  Mótmæli sem verið hafa undanfarna sólarhringa eru sennilega í umboði þorra þjóðarinnar, þó það mæti ekki allir á Austurvöll.  Ég held að við verðum að fá starfsstjórn sérfræðinga til að taka til hendinni næstu vikur og mánuði,  fólk sem ekki hefur flokkspólitíska hagsmuni af störfum sínum.  Fólk sem kann til verka og hefur meiri skilning á verkefnunum en þeir sem nú sitja.   Það er sorglegt að horfa  á og hlusta á suma ráðherra ríkisstjórnarinnar reyna að réttlæta störf stjórnarinnar þessa dagana.  

Ég sat með nokkrum mætum mönnum í gærmorgun og við urðum sammála um eftirfarandi utanþingsstjórn fram að næstu kosningum.  

Ólafur Jóhann Ólafsson framkvæmdastjóri,  forsætisráðherra og upplýsingamálaráðherra (PR)

Jón Sigurðsson  fyrrverandi viðskiptaráðherra, seðlabankastjóri og Forstjóri NIB,  utanríkis, dóms og kirkjumálaráðherra. 

Jón Sigurðsson fyrrverandi, seðlabankastjóri, viðskiptaráðherrra og form. Framsóknarflokksins verði, fjármála og viðskiptaráðherra.

Vilhjálmur Egilssson framkvæmdastjóri SA  verði  Sjávarútvegs, landbúnaðar, iðnaðar og umhverfismálaráðherra.

Rannveig Rist  forstjóri Alcan á Íslandi,  verði  heilbrigðis, félags og menntamálaráðherra.

 Ef einhver ráðuneyti eru eftir verður þeim skipt niður á ráðherranna.

 

Hér er á ferðinni fólk sem kann til verka og hefur skilning, reynslu og þekkingu til að takast á við þau risavöxnu verkefni sem framundan  eru á næstu dögum og vikum ...

Hafið það eins og þið viljið

Magnús G. Cool

 

 

 


mbl.is Ekki hjá því komist að kjósa á þessu ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband