Það að staðan sé svipuð og hjá öðrum bönkum

segir nú ekki mikið um það hvort bankinn sé á leiðinni í þrot.  Staða gömlu bankanna  var alveg glimrandi fín fram að falli.  Ég held nú bara að við sem búum í þessu landi og erum í viðskiptum við bankana verðum að vita sannleikann í málinu.  Kjaftagangur um að bankinn sé hugsanlega á leiðinni í þrot er óþolandi og það verður að koma með haldbærar skýringar,  ekki einhvert tal um það staðan sé jafngóð eða kannski jafnslæm og hjá hinum bönkunum.   Það er í raun með ólíkindum hvað stjórnvöld og þar með taldir embættismenn ríkistjórnarinnar, eins og Ásmundur í þessu tilfelli,  bjóða þjóðinni uppá í skýringum þegar þegar kallað er eftir þeim.   Það eru að koma fram æ fleiri sem telja að staða okkar sé miklum mun verri en stjórnvöld vilja vera láta og nú síðast kom Haraldur L. Haraldsson fram með athyglisverðar tölur um heildarskuldir ríksins erlendis.  Samkvæmt þeim upplýsingum eru skýringar Geirs H. Haarde, um greiðslugetu ríkisins, sem ég heyrði í síðustu viku hrein og klár "Geimvísindi" 
mbl.is Segir stöðu Landsbankans ekki hafa versnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Landsbankinn er á leið í þrot á næstu mánuðum. Ríkið mun ekki geta ábyrgst innistæður sparifjáreiganda og þeir munu því tapa öllu sparifé sínu. Svo einfalt er nú það, því miður.

Öryrkinn (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 17:42

2 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Skuldir nýjubankanna eru í ISK en það er sá gjaldmiðill sem ríkið getur prentað. Ef þessir bankar eru á leiðinni í þrot þá er það vegna þess að ríkið vill ekki leggja þeim til fé en ekki vegna þess það gétur það ekki.

Guðmundur Jónsson, 19.1.2009 kl. 18:55

3 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Hefur Geir sagt eitt satt og rett ord í tessari nidursveiflu landsins.Nei alls ekki .Hann er veruleikafyrrtur eins og flesir á hans vinnustad.

Hiskid burt og tad straks.

Gudrún Hauksdótttir, 21.1.2009 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband