Do they know it´s Christmas
24.12.2008 | 02:32
hljómaði í eyrum mér í morgun í líkamsræktinni og á skjánum voru frægir poppsöngvarar að syngja hið frábæra lag til styrktar fátækum í Afríku. Það er búið að endurútsetja lagið og það hefur ekkert annað en batnað við það. Þegar ég horfði og hlustaði á þetta frábæra lag þá var mér hugsað til allra sem eiga bágt núna, ekki bara í Afríku heldur líka hér á landi og annarsstaðar í heiminum. Jólin eru mér alltaf mikilvæg og þetta er mér verðmætur tími og hefur orðið mun verðmætari eftir þvi sem árin hafa færst yfir mig. Þetta er gæðatími með fjölskyldunni og vinum sem maður hittir í kringum jólin og ég fer nokkuð afslappaður inní þessi jól. Ég er svo heppinn að geta eytt enn einum jólum með börnumum mínum og öðrum nánum úr fjölskyldunni og ég hlakka til aðfangadagskvölds eins og alltaf. Hin árlega skötuveisla var í kvöld, Þorláksmessu, og tókst með miklum ágætum, skatan var óvenjulega góð þetta árið og allt kláraðist að þessu sinni enda alltaf fleiri og fleiri sem fá sér smá smakk. Skemmtilegur þessi vestfirski siður að borða skötu á Þorláksmessu og hitta ættingjana svona rétt fyrir jólin, skiptast jólapökkum og jólakortum og eiga afslappaða stund saman. Ég vona og held að langflestir Íslendingar eigi gleðileg jól þessi jólin, þrátt fyrir allt sem á hefur dunið undanfarna mánuði og ég hvet okkur öll til að hugsa til meðbræðra okkar, sérstaklega í Afríku, þar sem ófriður ríkir, fátækt, hungur og farsóttir. Ég hef verið svo lánsamur að fá tækifæri til að vinna og búa í Afríku og kynnast ástandinu af eigin raun, þó svo að ég hafi aldrei komið á svæði þar sem raunveruleg hungursneið herjar á samfélagið, nóg sá ég samt.
Ég er þakklátur fyrir að vera Íslendingur og stoltur af þjóðerni mínu. Ég er þakklátur fyrir hvað við höfum það raunverulega gott hér á Íslandi og nú verðum við að standa saman og koma okkur útúr ógöngunum sem við erum komin í. Ég mun hugsa til meðbræðra minna í Afríku þessi jólin og senda þeim góða strauma, ég mun líka hugsa til allra sem eiga um sárt að binda hvar sem er.
Ég sendi mínar bestu jólakveðjur til allra sem þetta lesa og hinna líka og óska öllum friðar á jólum.
Hafið það eins og þið viljið á jólunum.
Magnús G.
Athugasemdir
Falleg færsla hjá þér Pabbi minn ;)
Takk fyrir kvöldið og fallega lampann, hann er æðislegur.
Sigrún Ásta (IP-tala skráð) 25.12.2008 kl. 01:25
Takk fyrir Sigrún mín og takk fyrir Aðfangadagskvöldið, það var eins falleget og það gat verið. Vona að lampinn nýtist ykkur Steinari vel og falli vel inní fallega heimilið ykkar.. Njótið jólanna...
Magnús Guðjónsson, 25.12.2008 kl. 14:08
Jú settum hann upp strax í gær og hann er snilld, ekkert smá flottur. verður að koma og sjá hann....
Sigrún Ásta (IP-tala skráð) 26.12.2008 kl. 00:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.