Hvað er í gangi

Hvernig í ósköpunum getur bankamálaráðherran komist hjá því að vita hverjir eru að rannsaka gömlu bankana.  Mér fannst nú svolítið til þessa unga manns koma þegar hann settist í stól viðskiptaráðherra,  en það hefur nú komið hvað eftir annað í ljós að það er ekki mikið á bak við hans karlmannlegu rödd.  Uppákomurnar í kringum Björgvin viðskiptaráðherra eru fyrir löngu orðnar sorglegar fyrir hann. 

 


mbl.is Björgvin vissi ekki um KPMG fyrr en í gær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Stjórnin er ekki stjórn hún er óstjórn og talast greinilega ekki við hún verður að fara að hleypa öðrum að þeir geta þetta ekki

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 9.12.2008 kl. 20:44

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Maggi. Mér finnst nú Björgvin vera sá ráðherra sem kemur hreinast fram. Hann viðurkennir hreinlega að hann fái ekki að vita neitt. Þetta sýnir bara hvers konar plott er í gangi. Davíð, Geir, Solla og engir fleiri fá að vita. Á meðan stendur gamla bankagengið við pappírstættarana. Björgvin er búinn að sýna að hann veit sitt af hverju. Þetta er klár strákur sem lætur engan eiga neitt inni hjá sér. Nú blæs hann á yfirvöld með því að skýra hreint út hvernig kaupin gerast á eyrinni. Ég treysti þessum strák.

Haraldur Bjarnason, 9.12.2008 kl. 21:14

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Maggi. Mér finnst þessi strákur koma hreint fram. Á meðan Solla, Geir og Davíð eru að plotta sín á mili fær hann ekkert að vita. Hann er þó ráðherra bankamála. Á meðan starfsmenn gömlu bankanna eru þeir sömu og nýju bankanna og standa við pappírstætarana dag eftir dag, veit hann ekki neitt. Hann segir frá því. Hann segist ekkert fá að vita. Þessi strákur er hreinskilinnn og hanna er oft búinn að sýna að hann veit sínu viti. - Ég styð hann.

Haraldur Bjarnason, 9.12.2008 kl. 21:18

4 Smámynd: Magnús Guðjónsson

Haraldur,  ég ber virðingu fyrir þinni skoðun á BS  en í fjölskipuðu stjórnvaldi, þá lætur ekki alvöru ráðherra einhverja aðra ráðherra setja sig út á kant.  Það getur vel verið að BS  segi satt, ég veit ekkert um það, en hann ber ábyrgð, bæði faglega og pólitíska á þessum málaflokki og þó hann sé fínn strákur þá dugar það eitt ekki til.  Ef einhver bógur er í honum og ef það sem þú segir um hann er rétt, þá á hann að gangá útúr stjórninni strax og verja þar með heiður sinni og pólitíska framtíð.. 

Magnús Guðjónsson, 9.12.2008 kl. 21:25

5 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Frekar finnst mér að Geir og Solla eigi að segja af sér. Þá geta aðrir komið í staðinn sem eru betur til þess fallnir. En af hverju ertu kominnn með þessa ritskoðun á bloggið þitt? Þessi tvö komment mín komu bara inn fyrir misskilning. Ég hélt að það fyrra hefði ekki farið inn af því birtist ekki. Svo sá ég að þú þarft að samþykkja.

Haraldur Bjarnason, 9.12.2008 kl. 21:29

6 Smámynd: Magnús Guðjónsson

Þetta er nú ekki eiginleg ritskoðun,  en ég varð fyrir því í sumar að andlega vanheill maður setti inn óþverra um einstaklinga á síðuna mína og í framhaldinu varð ég að hefta aðganginn.   Ég hef ekki hafnað einni einustu færslu nema tveimur frá viðkomandi einstaklingi.  Því  miður verð ég að hafa þetta svona Haraldur og mér þykir það dapurt, en svona er það..

Magnús Guðjónsson, 9.12.2008 kl. 21:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband