Naglbítarnir og Lúðrasveit Verkalýðsins

spiluðu í Íslensku Óperunni í gærkvöldi og ég var svo heppinn að vera á staðnum og fá að upplifa þessa einstöku snilld.  Ég hefði hvergi annarsstaðar vilja vera þessa tvo tíma sem tónleikarnir stóðu yfir og  hljómsveitin Árstíðirnar hitaði upp og þar er mjög áhugaverð kassagítarsveit á ferðinni.  Það er ótrúlegt hvað hægt er gera frábæra hluti þegar menn leggjast á eitt og það sýndu þessir snillingar í gærkvöldi,  takk fyrir frábæra tónleika.

Undanfarnir dagar hafa verið hálfundarlegir,  krónan svífur upp á við, gegn öllum spádómum sem menn höfðu um hana þegar hún yrðí sett á flot,  hún tekur skarpa dífu, sögðu menn og svo kemur hún til baka upp hægt og bítandi.  Ég vona bara að þetta verði ekki eins og svo margt annað að blessuð krónan fari í þveröfuga átt við alla spádóma og svifi upp nú í byrjun og falli svo í frjálsu falli aftur.  Ég vona að hún nái einhverju jafnvægi og hangi þar svo fólk fái einhvern stöðugleika í heimilisbókhaldið hjá sér. 

Ég vona að menn fari að taka höndum saman um lausnir á þeim vanda sem við stöndum frammi fyrir,  stjórn og stjórnarandstaða vera að fara að koma sér saman um að endurnýja umboð þingmanna með kosningum í síðasta lagi  á vormánuðum.  Það hlýtur að vera krafa þjóðarinnar að menn taki á og rannsaki ástæður þess að bankarnir og helstu eigendur þeirra, liggja nú undir grun um stórfelld mismerli og misnotkun á stöðu sinni í krafti stórra eignarhluta.  Ekki bara á kostnað minni hluthafa heldur allrara þjóðarinnar,  ef þessar ásakanir eru réttar, sem ég treysti mér ekki til að dæma um,  verður að láta menn axla ábyrgð gerða sinna og gera hugsanlegan hagnað af slíkum svikum upptækan strax.  Það er eins og stjórnvöld hræðist eitthvað í þessum málum öllum og það skelfir mig, sem hélt að ég byggi í einhverju minnst spillta þjóðfélagi í heims. 

Þessar hremmingar sem erum að ganga í gegnum mega ekki verða einskis,  við verðum að læra af þeim og laga til í því sem ekki er í lagi og byggja svo upp frá því sem við höfum.  Ef núverandi þingmenn hafa ekki kjark,  vissulega þarf kjark núna til að taka á málum,  þá verðum við að fá fólk með kjark til verka og það má ekki bíða of lengi.

Hafið það eins og þið viljið..

Magnús G. Whistling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband